Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 22
Híbýlasaga alþýðu heillar þjóðar frá upphafi K ópavogstúnið geymir minjar íslenskrar híbýla- sögu frá landnámstíð og er ákjósanlegt svæði fyr- ir safn um þessa sögu, segir í greinargerð Þorleifs Friðriks- sonar sagnfræðings. Hann hefur, í samstarfi við nokkrar arkitektastofur, bent á möguleika svæðisins þar sem fyrir eru tvær elstu og merkilegustu byggingar í Kópavogi, annars vegar gamli Kópavogsbærinn, sem byggður var 1903, og hins vegar Kópavogs- hælið sem reist var á árunum 1925-26 eftir teikningu Guðjóns Samúelsson- ar, húsameistara ríkisins. Ýmsar hugmyndir eru uppi um nýt- ingu bygginganna og þessa svæðis, eins og fram kom í Fréttatímanum ný- lega. Þorleifur segir að skemmtilegt samstarf hafi hafist milli sín og arki- tektastofanna. Hugmynd um einstakt safn, ekki aðeins hér á landi heldur þótt víðar væri leitað, um híbýlasögu alþýðu heillar þjóðar frá upphafi, hafi verið komið til bæjaryfirvalda. Síðast en ekki síst kofabyggðin Hugmyndin kristallast um svæðið norðan við þingstaðinn í Kópavogi, stað sem sannarlega tengist sögu þjóðarinnar. Í senn væri rakin híbýla- saga íslensks alþýðufólks frá upphafi byggðar hér á landi fram til loka 20. aldar og byggingarsaga Kópavogs; frá torfbæjum og heiðarbýlum sveita til tómthúsa þegar þéttbýli fór að mynd- ast, leiguhúsnæðis, kjallarabyggðar og verkamannabústaða snemma á 20. öld, braggabyggðar stríðsáranna og síðast en ekki síst kofabyggðar í Kópavogi. „Íslensk húsagerð er sprottin af hugviti, reynslu og því efni sem fólk hafði til að gera sér híbýli úr. Íslenski torfbærinn er kannski, þegar öllu er á botninn hvolft, merkari húsagerð en gotneska kirkjan eða barokkhöllin,“ segir Þorleifur í greinargerð sinni. Hann nefnir enn fremur að bygging- arsaga Kópavogs sé sérstök. „Kópa- vogur er eina bæjarfélagið á Íslandi sem ekki byggðist upp í kringum atvinnustarfsemi, heldur sem út- hverfi frá Reykjavík,“ segir Þorleifur og bendir á að híbýli fólks sem settist þar að um og eftir seinna stríð hafi ekki verið ólík híbýlum alþýðufólks í Reykjavík á fyrstu áratugum 20. aldar, þ.e. kofabyggð. „Þessi hús voru einmitt „hallir“ hvunndagsfólks,“ seg- ir Þorleifur. „Slík hús eru að hverfa og týnast og lítið er gert til að varðveita þá merku sögu bæjarins, sögu þétt- býlismyndunar á Íslandi, sögu þjóð- flutninga úr dreifbýli til þéttbýlis.“ Hugmynd Teiknistofunnar Traðar, Kanon arkitekta, eitt A innanhúss- arkitekta, MFF ehf. landslagsarki- tekta og Þorleifs er að safn á Kópa- vogstúni, frá gamla þingstaðnum að Kópavogsbænum, verði opinn vettvangur fólks til mennta, hvíldar, starfs og afþreyingar. Það myndi varpa ljósi á þjóðflutninga úr sveit á möl og kallaðist því á við Vesturfara- safnið á Hofsósi. „Það væri, að okkur vitandi, eina safnið í Evrópu sem gæfi heildstæða mynd af híbýlasögu alþýðufólks frá landnámi til samtím- ans,“ segir hann. Innst við Kópavog eru rústir þingbúða og vestan við hann hafa fundist leifar af kotbýli sem gæti verið frá 9. öld. Þorleifur segir að þarna mætti reisa nákvæma eftir- líkingu búðanna og kotbæ eins og ís- lensk þjóð bjó í um aldir. „Kolaport“ landbúnaðarins Aðrir miðpunktar svæðisins eru Kópavogshælið og Kópavogsbærinn. Þorleifur segir að með tilliti til sögu Kópavogshælis sé það ákjósanlegur Safnið myndi varpa ljósi á þjóð- flutninga úr sveit á möl og kallast á við Vestur- farasafnið. Hugmynd nokkurra arkitektastofa og sagnfræðings um einstakt safn á Kópavogstúni þar sem sjá mætti sögu torfbæja og heiðarbýla til tómthúsa, braggabyggða og kofa þéttbýlis sem voru „hallir“ hvunndagsfólks. Miðpunktar svæðisins, Kópavogshælið og gamli Kópavogsbærinn, koma við sögu sem og „kolaport“ landbúnaðarins. staður fyrir íslenska kvennasögu, bygg- ingarsögu og sögu berkla og holds- veiki, förunauta þjóðar frá því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu til velferðar- samfélags. Kópavogsbærinn er hins vegar gott dæmi um steinbæ. Sú útgáfa minnir á stíl íslensks burstabæjar. Þar mætti hugsanlega hafa opinn markað, eins konar „kolaport“ landbúnaðarins. Á sjálfu Kópavogstúninu, sem áfram yrði opinn vettvangur, mætti jafnframt endurbyggja dæmi um hús og híbýli frumbyggja bæjarins, að mati Þorleifs. Hann bendir einnig á að í Kópavogi voru kampar stríðsáranna, Camp Skeleton Hill, Camp Kórnes (Kársnes) og Camp Bournemouth – og skipavið- gerðastöð hersins. Þarna væri því hægt að byggja einstakt safn bæjar og þjóðar. Þorleifur segir að náttúrulegar að- stæður og manngert umhverfi geri þetta svæði að frábærum vettvangi til að kenna æsku landsins söguna á lif- andi hátt. Auk þess sé ósnortin fjara neðan Kópavogstúns mikið djásn. „Slík- ur staður myndi draga til sín fróðleiks- þyrst fólk hvaðanæva af landinu.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Á Kópavogstúni gæti risið safn sem gæfi heildstæða mynd af híbýlasögu alþýðufólks frá landnámi til sam- tímans. Endurbyggja mætti dæmi um hús og híbýli frumbyggja bæjarins.Kópavogs- hælið gæti verið safn kvennasögu, bygg- ingarsögu og sögu berkla og holdsveiki, förunauta íslenskrar þjóðar um aldir. Tölvugerð mynd. 22 húsasaga Helgin 11.-13. mars 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.