Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 40
10 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011 H ágæði sérhæfir sig í múr- og steypuviðgerðum ásamt ýmsum forvarnarefnum gegn tæringu. Fyrirtækið hefur náð góðum árangri í alhliða viðhaldi fasteigna. „Við greiningu viðgerða skiptir miklu máli að velja rétt efni. Allt er gert til að reyna að auka end- ingu viðgerða,“ segir Matthías. Hágæði á nú í marslok von á banda- rískum tæknimanni sem kynna mun sér- fræðingum hér á landi viðbrögð varðandi klór- og kolsýruskemmdir í steypu. „Þetta er kynning á tæringarvarnarefnum, bæði fyrirbyggjandi sem íblöndunarefni í steypu til að koma í veg fyrir að járn í steypu tærist og eins efni til notkunar til að úða yfir steypu hafi íblöndunarefni ekki verið notuð. Einnig verður farið lauslega yfir efnaval er varðar viðgerðir á ryðguðum járnum í steypu sem hafa sprengt af sér steypuhuluna,“ segir Matthías. Klór- og kolsýruskemmdir hafa m.a. komið fram í bílastæðahúsum, en um slíkt var m.a. fjallað á Steinsteypudegin- um nýlega að sögn Matthíasar. Banda- ríski sérfræðingurinn mun hitta starfs- menn verkfræðistofa og kynna þeim ýmsar lausnir auk heimsóknar í Nýsköp- unarmiðstöð Íslands þar sem kynntur verður árangur af notkun efnanna. Barátta gegn veggjakroti Hágæði er með efni sem nota má til varnar gegn veggjakroti. Efnið myndar, að sögn Matthíasar, glæra filmu. Efnið má bera á ýmiss konar undirlag, m.a. steypu og múr, flesta málaða fleti og timbur. Auðvelt er að ná veggjakrotinu af filmunni með lítilli háþrýstidælu og ekki þarf að bera efnið aftur á, eftir hreinsun. Efnið leyfir steypu að anda og hefur vatnsfrá- hrindandi eiginleika. Ryðleysir og ryðumbreytir Hágæði er með ryðleysi sem er sýrulaus, þ.e. hvorki sýra né basi. Efnið er nánast hættulaust og ertir ekki hörund við venju- bundna notkun. Efnið er ekki eldfimt og leysir einungis upp ryð. Ryðleysinn er einnig hægt að nota sem tæringarvörn til skemmri tíma með því að bera efnið á málma. Frá sama fyrirtæki og framleiðir tær- ingarvarnarefni fyrir steypu er einnig í boði ryðumbreytiefni sem breytir ryði í hlutlaust varnarlag. „Hægt er að grunna yfir það og mála,“ segir Matthías. „Efnið inniheldur bæði tæringarvörn og latex og þéttir vel gegn vatni sem á þá ekki greiða leið til að hefja ryðmyndun að nýju.“ Hágæði selur nú víða ryðvarnarbón á farartæki. Bónið ver farartæki gegn tær- ingu og upplitun. Efnið er mjög auðvelt og fljótlegt í notkun. Hitatæki á timbur „Speedheater“ er hitatæki sem er notað á rakt timbur. „Hitatækið hitar upp viðinn, losar málningu og rakinn gufar upp úr viðnum. Viðurinn verður í senn móttæki- legri fyrir fúavörn og olíu,“ segir Matthías og tekur fram að tækið og sköfurnar sem fylgja nýtist bæði á nýtt og gamalt timbur. Efnið brennir ekki viðinn heldur tekur út þann raka sem þarf.  Hágæði Múr- og steypuviðgerðir Viðhald fasteigna og veggjakrotsvarnir Bandarískur sérfræðingur kynnir verkfræðingum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands efni vegna steypuskemmda í marslok. Klór- og steypu- skemmdir hafa m.a. komið fram í bílastæða- húsum. Matthías Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Hágæði ehf. Ljósmynd Hari Reynimelur 53. Hágæði vann þar að múr- og steypuviðgerðum. Svalir voru m.a. endurnýjaðar sem og steyptar þakrennur. Þá var skipt um glugga og þak. Að lokum var húsið steinað. Á myndunum sést húsið fyrir og eftir viðgerð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.