Fréttatíminn - 11.03.2011, Blaðsíða 44
Í AV fasteignþjónusta ehf. tók til starfa í janúar 2011 en framkvæmdastjóri félagsins er Kristján Arinbjarnar
M.sc. byggingarverkfræðingur. „Fyrir-
tækið sérhæfir sig í viðhaldi fasteigna,“
segir Kristján. „Við byggjum á traustum
grunni og höfum áratuga reynslu í hús-
byggingum. Við veitum ráðgjöf, höfum
umsjón með og önnumst viðhald, rekstur
og endurbætur á öllu húsnæði,“ bætir hann
við.
„ÍAV fasteignaþjónusta undirbýr aðgerð-
ir og gefur ráð um rekstur og umsjón fast-
eigna. Við hjá ÍAV fasteignaþjónustu önn-
umst allt er varðar framkvæmdir vegna
viðhalds eða endurbyggingar fyrir fast-
eignaeigendur og húsfélög,“ segir Kristján enn fremur.
Sparnaður fyrir húseigendur
„Fasteignirnar eru ástandsskoðaðar og skráðar í öflug-
an miðlægan gagnagrunn. Aðkallandi viðhaldi er sinnt
og stýrt í gegnum skjalfest rafrænt verkbeiðnakerfi.
Húseigandi getur haft aðgang að gagnagrunninum en
þar má geyma allt er varðar eignina svo sem stærðir,
ástand, upplýsingar um notendur og þjónustuaðila,
teikningar, verklýsingar og ljósmyndir. Auk þess eru
þar geymdar áætlanir um viðhald og reksturinn. Þannig
eru réttar upplýsingar fyrir hendi við ákvarðanatöku.
Með réttum upplýsingum og með áratuga reynslu og
sérfræðiþekkingu starfsmanna ÍAV fasteignaþjónustu
er unnt að spara umtalsverðar fjárhæðir í viðhaldi og
rekstri á húsnæði.
Með skipulegu viðhaldi, bættri þjónustu og mark-
vissri kerfisbundinni ástandsskoðun og umsjón eigna
eykst líka ánægja notenda og leigu-
taka. Ástand byggingar verður betra og
ánægðari notendur eru besta auglýsing-
in fyrir leigusalann og fyrir eignirnar,“
segir Kristján.
Vottað gæðakerfi og skýrir verkferlar
Fasteinaþjónusta ÍAV vinnur eftir vel
skilgreindum verkferlum. „Við beitum
öflugri verkefnastjórnun,“ upplýsir Krist-
ján: “Öll fyrirmæli um aðgerðir eru skýr,
þau eru skrifleg og þeim er markvisst
fylgt eftir. Öll samskipti eru skráð og
rekjanleg.“
ÍAV er með vottað gæðakerfi sam-
kvæmt ISO 9001, m.a. fyrir verkefna-
stjórnun og framkvæmdir. Félagið byggir á 50 ára
reynslu af framkvæmdum og viðhaldsstjórnun. „Hjá
okkur starfar úrval tækni- og iðnaðarmanna auk þess
sem fyrirtækið á í samstarfi við fjölda sérhæfðra aðila,“
segir framkvæmdastjórinn.
Verkaskipting skilar sér í betri rekstri
„Stjórnendum fyrirtækja sem nýta sér fasteignaþjón-
ustu ÍAV gefst meiri tími til að sinna kjarnastarfsemi
fyrirtækjanna sjálfra og efla sinn hag. Stjórnendur hafa
rýmri tíma til þess sem þeir gera best með því að fela
sérhæfðum aðilum að annast um aðra hluti. Fullyrt er
að verkaskipting skilar sér í betri rekstri fyrirtækja.
Metnaður ÍAV fasteignaþjónustu stendur til þessa
að veita fasteignaeigendum framúrskarandi þjónustu
þannig að þeir geti áhyggjulaust sinnt sínu á meðan
við önnumst allt er varðar fasteignina,“ segir Kristján
Arinbjarnar.
14 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011
Skúfur Teppahreinsun ehf
Kleppsvegi 150 104 Reykjavík
Símar 568-8813 663-0553 www.skufur.is
HúsgögnMotturStigahús
Við hreinsum... (og það má vera í lit í grænu eða rauðu eins og lógó)
Spurning hvort bakgrunnurinn meigi ekki vera ljósbrúnn eða eitthvað
svoleiðis frekar.
Súma út myndunum stóru, þ.e. svo að verkfærin verði ekki aðalatriðið
Setja inn á myndirnar:
Steinteppi
Teppi
Steinteppi Teppi
Við hreinsum...
Kristján Arinbjarnar,
framkvæmdastjóri ÍAV fas-
teignaþjónustu efh.
ÍAV Fasteignaþjónusta
Umsjón, rekstur og
viðhald húsnæðis
Fasteignirnar eru ástandsskoðaðar og skráðar í miðlægan gagnagrunn. Aðkallandi viðhaldi er sinnt
og stýrt í gegnum skjalfest rafrænt verkbeiðnakerfi.