Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 45

Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 45
viðhald húsa 15Helgin 11.-13. mars 2011 Reynir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Verksýnar, með starfsmönnum fyrirtækisins sem flestir eru menntaðir byggingafræðingar eða byggingartæknifræðingar. Ljósmynd Hari  verksýn Hraður vöxtur frá árinu 2006 Þ að er alvarlegt mál að sinna ekki reglulegu viðhaldi á fasteignum og full ástæða til að vekja fólk til umhugsunar um þessi þjóðþrifa- mál sem varða lífsgæði fjölda fólks,“ segir Reynir Kristjánsson, byggingafræðingur og framkvæmda- stjóri Verksýnar efh. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráð- gjöf vegna viðhalds og endurnýjunar á fasteignum. Verksýn er fyrirtæki sem var stofnað árið 2006 og hefur vaxið hratt og örugglega síðan. Hjá Verksýn starfa ráðgjafar sem hafa víðtæka reynslu í ráð- gjöf varðandi viðhald fasteigna. Þá reynslu hafa þeir öðlast á liðnum áratugum, ýmist sem starfandi iðnaðarmenn og/eða sem tæknilegir ráðgjafar. „Við erum flestir menntaðir byggingafræðingar eða byggingartæknifræðingar,“ segir Reynir. „Við leggjum áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð og tökum að okkur öll verk, bæði lítil og stór. Á Íslandi er framkvæmdatími sumarsins stuttur. Því er mjög mikilvægt að skipulagning verka sé góð og að reynt sé að nýta vetrarmánuðina eins og kostur er. Á vorin fer skriða af óskum um viðhaldsframkvæmdir af stað. Þá er mikil vinna við fundahöld, tímafrekar ákvarðanatökur, gerð útboðsgagna og öflun tilboða. Þá fyrst er hægt að semja við verktaka. Þetta styttir framkvæmdatíma sumarsins enn frekar. Áhrifarík- ast er að skipuleggja viðhaldsframkvæmdir með góðum fyrirvara. Með vönduðum undirbúningi og vali á hæfum verktökum má bæði lækka kostnað og auka gæði framkvæmdanna. Marga þætti viðhalds má vinna utan álagstíma. Með því að þekkja hvað megi gera á þeim tíma án þess að rýra gæðin má nýta sér hagstæð tilboð. Samkvæmt rannsóknum á ástandi mannvirkja og viðhaldsþörf má reikna með því að árlega þurfi að verja 1-2% af byggingarkostn- aði húseignar í viðhald,“ segir hann enn fremur. viðhaldsvörður Verksýn hefur þróað gæðakerfi sem tryggir árang- ur, bæði öryggi og fagleg vinnubrögð sé því fylgt, svokallaðan Viðhaldsvörð. Reynir segir að fjár- hagsleg hagkvæmni náist með þeim sveigjanleika sem er innbyggður í krefið, þ.e. að gera rétta hluti á réttum tíma, hvorki of mikið né of lítið. Við skrán- ingu eignar í Viðhaldsvörð Verksýnar er eignin magntekin. Það felur í sér að allir hlutar hússins eru mældir upp af teikningum, þ.e. gluggar, þak, út- veggir o.s.frv. og skráðir inn í tölvukerfi Viðhaldsv- arðar. Þá fer fram ástandskönnun. Allir eigendur fá spurningalista til þess að hægt sé að safna saman upplýsingum, t.d. um leka, hvort ofnar hitni, hvort trekkur sé í íbúðinni og hiti sé þægilegur. Ástand eignarinnar er metið. Húsið er skoðað og athugað hver núverandi viðhaldsþörf er og einnig hver við- haldsþörf næsta árs. Á grundvelli upplýsinganna er gerð viðhaldsáætlun fyrir næsta framkvæmdaár. Þá er gerð fjárhagsáætlun,. Hún byggist á viðhald- sáætlun. Í framhaldi af gerð fjárhagsáætlunar er hægt að taka raunhæfa ákvörðun um greiðslur íbúa í framkvæmdasjóð. Einnig getur þurft að laga við- haldsáætlunina að fjárhagsstöðu húsfélagsins. Einn hluti Viðhaldsvarðar heldur utan um orkunotkun. Sparnaður sem næst við reglulegt orkueftirlit getur hæglega greitt kostnað við Viðhaldsvörð. Loks er tekin saman íbúðaskrá. Þar er m.a. geymdur eigna- skiptasamningur, hafi húsfélag látið gera slíkan samning, sem veitir upplýsingar um hlutfallsskipt- ingu eignar. verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirlit Reynir getur þess enn fremur að verkefnastjórnun sé nauðsynleg hverjum húsbyggjanda sem hyggur á stærri framkvæmdir. Verkefnastjórinn heldur utan um alla þræði á meðan á hönnun mannvirkis- ins stendur og samhæfir störf hina ýmsu hönn- uða. Verkefnastjórinn aðstoðar húsbyggjandann við þarfagreiningu og skilgreiningu þeirra mark- miða sem stefnt er að við hönnun byggingarinnar. Framkvæmdaeftirlit nær til kostnaðar- og gæða- eftirlits þar sem lögð er áhersla á skipulögð og fáguð vinnubrögð. Helstu verkefni Verksýnar ehf. við framkvæmdaeftirlit eru: Yfirferð teikninga. Farið er yfir að ábyrgir meistarar séu skráðir á viðeigandi verkliði. Farið er yfir allar tryggingar verktaka og verksamningar séu undirritaðir. Farið er yfir verkið með verktaka og ábyrgum meisturum í byrjun þess. Farið er yfir tæknilegar upplýsingar yfir þau efni sem verktaki hyggst nota við verkið og samþykkja eða synja þeim. Yfirfarin er verk- áætlun verktaka, hún samræmd og samþykkt. Farið er yfir fyrirliggjandi verkþætti með verktaka og úrlausn óvissuatriða. Eftirlit með að framgangur framkvæmda sé samkvæmt áætlun. Farið er yfir og samþykktar dagsskýrslur. Eftirlit með vinnubrögð- um og umgengni á vinnustað allt að fimm sinnum í viku. Umsjón með að verklýsingum og útboðs- gögnum sé fylgt. Stjórn vikulegra verkfunda með verktaka og fulltrúa verkkaupa. Ritun fundargerða á verkfundum og frágangur og fjölföldun þeirra eftir fundi sem sendar eru í tölvupósti ef óskað er. Yfirferð reikninga frá verktaka og samanburður við samþykktar magntölur. Umsjón með hlutaúttektum og lokaúttekt, og ritun úttektaryfirlýsinga. Teikningar Ein af megin stoðum í starfsemi Verksýnar er gerð aðaluppdrátta. „Á síðustu árum höfum við annast hönnun ýmissa bygginga, þ.á.m. fjölbýlis- húsa fyrir verktaka. Þá er endurteikning bygginga algeng verkefni Verksýnar ehf. samhliða viðhalds- verkefnum. Í góðu samstarfi við lóðarhafa leita hönnuðir Verksýnar að þægilegum, og umfram allt, hagkvæmum leiðum, við hönnun húsa til hagsbóta fyrir húsbyggjendur. Að auki starfar Verksýn með reyndum hönnuðum á burðarþols- og lagnasviði,“ segir Reynir. námskeið fyrir húsfélög í undirbúningi við- haldsframkvæmda Verksýn efh. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhaldsframkvæmda. Á námskeiðinu er farið yfir það ferli sem setja þarf í gang þegar ráðist er í viðhaldsframkvæmdir á fjöl- býlishúsum. Námskeiðið verður haldið á þriðjudags- kvöldum í húsakynnum Verksýnar ehf. að Síðumúla 1 í Reykjavík og er opið öllum stjórnarmönnum hús- félaga, þeim að kostnaðarlausu. Þeir sem hafa hug á að skrá sig á námskeiðið geta gert það með því að senda tölvupóst á verksyn@ verksyn.is eða með því að hringja í síma 5176300. Verk- efna- stjórnun er nauð- synleg hverjum hús- byggj- anda. Sérhæfir sig í ráðgjöf vegna viðhalds og endurnýjunar á fasteignum Verksýn efh. býður forsvarsmönnum húsfélaga til námskeiðs í undirbúningi viðhaldsframkvæmda. K y n n in g

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.