Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 47

Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 47
viðhald húsa 17Helgin 11.-13. mars 2011 Íslendingar ástunda keppni við náttúruöflin.  EFLA Verkfræðistofa Viðhald þarfnast skipulags Stór hópur reyndra sérfræðinga vinnur að skipulagningu viðhalds og endurnýjunar. H ve oft höfum við ekki heyrt sem svo í veðurspánni að búast megi við „suðaustan 23 metrum á sekúndu með mikilli rigningu en svo snýst vindur í suðvestan 20 metra á sekúndu og er gert ráð fyrir hvössum éljum og tveggja stiga frosti“. Umhverfisálag á byggingar á Íslandi er mjög mikið, til dæmis vegna hnattstöðunnar og veðurfarsins. Þess vegna er gott viðhald afar mikilvægur þáttur í rekstri allra bygginga, jafnt opinberra sem í einkaeign, jafnt einbýlis- húsa sem fjölbýlis. Lykilatriði viðhaldsins eru meðal annars vönduð vinnubrögð við viðgerð- ir, góður undirbúningur, rétt viðgerðarefni og gott eftirlit með vinnunni og árangri hennar. Slík atriði eru þó ekki sjálfgefin. Þau þarfnast skipulagningar, alveg eins og þálfun góðs íþróttaliðs fyrir keppni. Íslendingar ástunda keppni við náttúruöflin. Skipulagning ... og aftur skipulagning Verkfræði er afar framkvæmdatengd fræði- grein og verkfræðistofan EFLA hefur á að skipa stórum hópi reyndra sérfræðinga sem vinna að skipulagningu viðhalds og endur- nýjunar. Hún felst í fimm skrefum. Öll byggja þau á almennri skynsemi, sérþekkingu og svo samvinnu eigenda, verktaka og sérfræð- inga. Fyrst er farið yfir hverjar séu vænt- ingar eigenda og hvaða þörf er á viðhaldi. Þarf að skipta um þak og vill eigandi það – og vill hann aftur bárujárn? Næst er að skoða ástandið mjög vandlega. Hvað er að þakinu? Síðan setjast sérfræðingarnir yfir grein- inguna og vinna áætlanir um alla liði við- haldsvinnunnar og um kostnaðinn. Það er svo borið undir eiganda uns hann er samþykkur. Fjórða skrefið felst í að fá samanburðarhæf tilboð, ákvarða verktaka og framkvæma viðgerðir og fyrirbyggjandi aðgerðir undir eftirliti. Loks er upplýsingum safnað saman um unnið verk og farið yfir niðurstöður framkvæmdanna með eiganda og verktaka. Er þakið orðið eins og vera átti, og það innan allra áætlana; er eitthvað sem betur mætti fara? Viðhald og verðmæti Þetta lítur allt sennilega út og ætti að vera sjálfsagt ferli en á því er stundum misbrest- ur. Ein ástæða þess er að engar áætlanir eru gerðar og ófullnægjandi gögn unnin fyrir verkið. Þeir sem að því koma hafa þá ekki sama skilning á því. Flest munum við eftir viðhaldsvinnu þar sem fyrrgreint fimm skrefa verklag var ekki við- haft. Fasteign er mjög traust eign á Íslandi. Til viðmiðunar má áætla að árlegur viðhalds- kostnaður á ytra byrði húsa geti að meðaltali verið 0,5- 0,7 % af byggingarkostnaði. Viðhaldsþörfin er þó jafnan breytileg á milli ára og mis- munandi eftir aldri og gerð húsa. Fullyrða má að með betri skipulagningu og fyrir- byggjandi aðgeðum lækkar þessi kostnaður svo ekki sé minnst á ánægju húseiganda yfir verðmætari og betur útlítandi fasteign en ella. Dæmi um vönduð vinnubrögð EFLA vinnur um þessar mundir að allstóru viðhaldsverkefni sem er prýðilegt dæmi um skipulagðan undirbúning framkvæmda. Um er að ræða stúdentagarða í eigu Félags- stofnunar stúdenta. Nú er komið að afger- andi viðhaldi, líkt og þegar farþegaflug- vélar eru teknar í stórskoðun. Í fjölbýlinu er fjöldi íbúða af ýmsum stærðum. Húsin eru steinsteypt og einangruð, með máluðu bárujárnsþaki og þakgluggum, en stein- uðum útveggjum, byggð 1985-1989. Eftir um aldarfjórðungs notkun er eitt og annað tekið að bila. Stærstu viðgerðarverkefnin snúa að múrhúð á útveggjum, sem er víða sprungin og laus, og þaki, ásamt þakgluggum. Stein- ing er jafnan mjög endingagóð og smekkleg lausn við frágang útveggja en í þessu tilviki hefur undirbúningur steiningar misheppnast. Með nánari skoðun og tengingu við önnur rannsóknarverkefni EFLU telst orsök illa far- innar steiningar vera sú að mótum var slegið of fljótt frá steinsteypuveggjunum og þeir látnir þorna hratt í sól og vindi. Þá myndast dufthúð á steypunni og múrhúðin loðir illa við veggina. Nú verður að brjóta lausa steiningu af veggjum, hreinsa undirlag og endursteina alla veggfleti. Þessi vitneskja um gallana er lykilatriði. Ryð í þaki, fúaskemmdir og lekir þakgluggar útheimta nýja klæðningu og endurgerð þakglugga en því verki verður áfangaskipt. Úttekin og 30 blaðsíðna skýrsla EFLU taka líka til margvíslegra annarra við- gerða en þær eru fremur litlar miðað við aldur húsanna. Heildarkostnaður viðgerða mælist í tugum og jafnvel hundruðum milljóna þegar á heildina er litið og gefur augaleið að eigand- inn tryggir sér sem best viðhald fyrir það fé með því að taka frumkvæði að öllum fimm viðhaldsskrefunum. En svo sannarlega ætti það jafnt við um einnar milljón króna viðgerð á raðhúsi í nágrenni fjölbýlishúsanna. Félagsstofnun Stúdenta leggur metnað sinn í að halda vel við eignum sínum og að þeirra fumkvæði eru þeir að vinna þetta verkefni í samvinnu við EFLU verkfræðistofu. Stærstu viðgerðarverkefnin snúa að múrhúð á útveggjum, sem er víða sprungin og laus.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.