Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 48
18 viðhald húsa Helgin 11.-13. mars 2011
Til að hluTir endisT sem lengsT skiptir umgengni miklu máli
Mikið rask
fylgir vatns-
tjóni eins og
sést í þessu
baðherbergi.
Loft í sumar-
húsi skemmt
af vatni.
Parkettið
ónýtt eftir
vatnstjón.
Soðinn eld-
húsvaskur.
Vaskur og
eldhúsinn-
rétting rifin
burt eftir
vatnstjón.
Vatnstjón eru
lang algengust
Verð bíls er bara brot af verði húsnæðis. Þó ekki væri nema út frá því sjónarhorni,
ætti hver og einn að vera meðvitaður um mikilvægi góðs viðhalds á húsnæði sínu.
V ið förum með bílinn okkar í skoðun einu sinni á ári til lög-gilts aðila og fáum ekki að nota
hann í umferðinni, nema við sinnum
þeim skyldum okkar. Litlar kvaðir eru
á viðhaldi húsnæðis, en einna helst eru
þær á sameign. Stundum vill þó verða
að nágrönnunum misbjóði útlitið og
geri athugasemdir. Verð bíls er bara
brot af verði húsnæðis. Þó ekki væri
nema út frá því sjónarhorni, ætti hver
og einn að vera meðvitaður um mikil-
vægi góðs viðhalds á húsnæði sínu.
Til að hlutir endist sem lengst skiptir
góð umgengni miklu máli. Góð loft-
skipti er hluti af því. Húsnæði þar sem
raki er mikill, yfir 60%, eykur líkur á
myglu og sveppum sem skemma mikið
út frá sér og eru hættulegir heilsu
manna. Hætta á þessu er mest í þvotta-
húsum, baðherbergum og við útveggi.
Jafnframt getur sveppa- og myglu-
myndum orðið t.d. þar sem gólfefni eru
lögð á áður en steypa er orðin nægj-
anlega þurr, við kuldabrýr, þar sem
vatn finnur sé leið inn í hús eða nærri
vanbúnum votrýmum.
hönnun
Hönnun húsa, palla, lagna, stétta og
annarra þátta tengdu húsnæði þarf að
vera gerð af faggiltum aðilum. Þannig
er tryggt að húsnæðið standist kröfur
sem gerðar eru um öryggi og gæði.
Jafnframt er mun minni áhætta á
framkvæmdatíma ef fagaðilar koma
að málum. Ending verður einnig betri
þegar til lengri tíma er litið. Efnisval
hefur líka mikið að segja. „Viðhalds-
frítt“ efni getur verið dýrara í innkaup-
um en ódýrara þegar til lengri tíma er
litið og kostnaður við viðhald er tekinn
með. Minnka má líkur á innbrotum
með því að vera ekki með fög sem auð-
velt er að kippa úr og útidyr sem ekki
er hægt að slá pinna úr lömum og taka
þannig hurðina úr. Ráðlegt er að ræða
forvarnarsjónarmið við hönnuð þegar
nýframkvæmdir eða viðhaldsfram-
kvæmdir eru skipulagðar.
Framkvæmdir
Við allar framkvæmdir þarf að huga
að öryggi þeirra sem vinna vinnuna.
Nauðsynlegt er að nota viðeigandi pers-
ónuhlífar til að tryggja öryggi og heilsu
þeirra sem vinna við framkvæmdina og
hafa öryggishlífar á verkfærum eins og
t.d. sögum. Algengasta orsök frítíma-
slysa þar sem einstaklingar sinna við-
haldsvinnu, er fall. Algengt er að ein-
staklingar falli úr tröppum, af pöllum,
úr stigum eða bara um hluti eða snúrur
sem liggja á gólfum eða jörðu. Þar eru
beinbrot algeng. Oft hafa þau alvarleg-
ar afleiðingar fyrir viðkomandi. Allar
forvarnir sem draga úr líkum á slysum
eru því mikilvægar. Forvarnir eins og
traustir stigar og tröppur í réttri stærð,
vinna í línu ef unnið er uppi á þaki og
snyrtilegt umhverfi minnka líkur á
slysum. Ef vinna þarf í hæð sem krefst
þess að notaðar séu tröppur, stigar eða
pallar er nauðsynlegt að gæta vel að
því að undirstöður undir búnaðinn séu
sléttar og traustar. Þannig verður bún-
aðurinn stöðugur. Einnig er nauðsyn-
legt að velja búnað eins og við á hverju
sinni. Má þar nefna að ekki er ráðlegt
að vinna verk úr stiga sem útheimtir
afl beggja handa. Í stiga og tröppum
skyldu menn ávallt hafa að minnsta
kosti þrjá útlimi á stiganum/tröppunni
hverju sinni. Ef staðið er báðum fótum
í stiga, þarf alla veganna önnur höndin
að halda í stigann. Ef vinna á stærri
verk, svo sem glerskipti, húsamálun,
viðhald á þakköntum eða þess háttar
ætti að nota palla eða lyftur til verksins.
Mikilvægi þess tíma sem fer í að
undirbúa framkvæmdir er oft vanmet-
inn. Það að afla sér góðra upplýsinga,
vera viss um að efnisval sé rétt, að að-
ferðir sem notaðar séu gefi besta raun
og að undirlag sé nægjanlega vel unnið
skilar sér margfalt til baka.
Veðurálag á íslenskar byggingar er
mikið. Því er algengt að þéttingar við
glugga, hurðir, þök og útveggi gefi sig.
Regnvatn kemst inn í hús og veldur
skemmdum. Þessir lekar geta verið
mönnum huldir langtímum saman.
Algengt er að regnvatn sem kemst inn
í hús með þessum hætti, renni niður
veggi bak við einangrun og bleyti þar
lagnir sem liggja í einangrun eða gólf-
raufum og hækki rakastig í bygginga-
hlutum. Við þetta tærast lagnir, hrúður
kemur á veggjamálningu og gólfefni
skemmast auk þess sem umtalsverð
hætta verður á grósku sveppagróðurs.
Í málningarvinnu er því mikilvægt
að vita af hverju hrúður og merki um
rakamyndanir eru, en ekki bara mála
yfir. Þessi merki eru alltaf óheilbrigðis-
merki og vandamálið stækkar bara
ef ekki er reynt að komast að rótum
vandans. Ryðmyndun í þaki getur verið
ábending um að hald geti verið farið
að minnka í festingum og jafnvel getur
fúi í viði verið samhliða. Síðan í næsta
óveðri geta festingar gefið sig og þak-
plötur fokið af.
lagnir
Flestir vilja vera lausir við tjón og það
rask sem þeim fylgir. Algengustu tjón
í húseigendatryggingum hjá VÍS eru
vatnstjón eða 80%. Þar af eru lekar á
hitakerfum og frárennsliskerfum sex
af hverjum 10 lagnatjónum. Algeng-
ustu ástæður þessara tjóna er ytri og
innri tæring og þar á eftir bilun í sam-
skeytum. Fækka má þessum tjónum
verulega með góðu viðhaldi á húsum
og góðri undirbúningsvinnu áður en
farið er í lagnavinnuna sjálfa.
Velja þarf lagnaefni í samræmi við
samsetningu og þrýsting vatns á við-
komandi veitusvæði. Innri tæring kem-
ur m.a. vegna þess að ekki er hugað
að þeim þáttum. Vatnið tærir lagna-
efnið sjálft eða að hiti og þrýstingur er
hærri en efnið þolir. Heimasíðan www.
lagnaval.is hefur að geyma margar
gagnlegar upplýsingar um þennan þátt
sem mikilvægt er að kynna sér. Ekki
er mælt með því að blanda saman mis-
munandi tegundum lagnaefnis þar sem
það getur rýrt endingartíma lagnanna.
Vönduð vinnubrögð og góð þekking á
pípulögnum eru mikilvæg en nær 20%
tjóna á pípulögnum verða vegna bilana í
samtengingum.
Meirihluti lagnatjóna verða á lögnum
sem eru ekki sjáanlegar. Þess vegna er
afar mikilvægt að vera vel vakandi yfir
vísbendingum um raka í húsum svo
sem hrúður á veggjum eða bólgnum
klæðningum. Í neysluvatnslögnum má
oft sjá vísbendingar um innri tæringu
ef vart verður ryðlitar í vatni. Ef gripið
er til rástafana í tíma má spara gríðar-
lega fjármuni, rask og fyrirhöfn við við-
hald og endurnýjun.
Votrými
Frágang í votrýmum húsa er mikilvægt
að vanda. Rýmin eiga að vera þannig að
ef leki verður þá fari vatn óhindrað að
niðurfalli gólfs án þess að smjúga niður
á milli flísa, við þéttingar eða þrösk-
ulda. Vandaðar dúkalagnir við böð og
sturtur teljast jafnan til góðs frágangs
Algengustu
tjón í hús-
eigenda-
tryggingum
hjá VÍS eru
vatnstjón
eða 80%.
og oftast alls ekki síðri vatnsvörn
en vönduð flísalögn. Samskeyti eru
færri þar sem dúkar eru og ekki mikil
hætta á leka meðfram brúnum efnis.
Flísar eru þó vinsælli og skiptir góður
undirbúningur þar miklu. Nota þarf
vatnshelt efni undir flísar, nota flísar
sem ætlaðar eru til notkunar í sturtu,
nota rétta tegund af fúgu og lími svo
nokkuð sé nefnt. Síðan er gott að auka
líftíma fúga með því að setja þar til gert
efni yfir þær. Ef bora þarf í veggi er
nauðsynlegt að vita hvar lagnir liggja
til að koma í veg fyrir að boruð séu göt
á þær. Ef setja á hillu við bað eða sturtu
þarf að gera skrúfugöt vatnsheld með
því að setja kítti í gatið áður en skrúfan
er skrúfuð inn. Þar sem kíttað er t.d.
milli sturtubotns og veggjar er gott að
endurnýja kíttið á nokkurra ára fresti
þar sem með tímanum getur farið að
leka meðfram kíttinu og þann leka get-
ur verið erfitt að sjá fyrst í stað. Mikil-
vægt er að þrífa dúka og flísalagða fleti
reglulega og vel. Gæta þess að ekki
setjist á þá kísill eða sveppagróður
nái að dafna á þeim. Einnig er mikil-
vægt að kanna reglulega hvort los er
komið í límingu, t.d með því að banka
í flísar. Ef los er komið í fráganginn
er nauðsynlegt að taka hann upp. Það
er yfirleitt hægt að laga fráganginn ef
það er gert í tíma, áður en losið er orðið
víðtækt.
Sigrún A. Þorsteinsdóttir
forvarnarfulltrúi VÍS