Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 56
Róleg kvöldstund Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL E „Eigum við ekki að bjóða öllum í rólega kvöldstund á bolludaginn,“ sagði konan um liðna helgi. Með öllum átti hún við börn okkar, tengdabörn og barnabörn. Ekki stóð á mér enda vil ég sem flestar slíkar stundir með okkar nánustu fjölskyldu. Trú tilefni liðins mánudags ákváðum við að bjóða upp á bollur af öllu tagi; fiskbollur, kjötbollur og loks rjómabollur. Unga fólkið er að sönnu hvorki hrifið af kjötbollum né fiskbollum en engin eftirgjöf var þó hvað þennan þjóðlega mat varðaði. Það var ekki eins mikill vafi í okkar huga þegar kom að rjómabollunum. Ég treysti hins vegar ekki alveg á rólega kvöldstund, eins og vonir konu minnar stóðu til, enda stækka barnabörnin ört. Hreyfiþörf þeirra eykst með hverjum deg- inum sem líður og sama gildir um háreysti sem þeim ærslagangi fylgir. Allir settust þó prúðir til borðs en varla hafði afinn sporðrennt fyrstu fiskboll- unni þegar mikill dynkur kvað við. Amma hrökk í kút en aðrir báru sig betur; eng- inn þó eins og elsta barnabarnið sem sat miðsvæðis. Það var með hreinan og tæran englasvip, ásjónu sem breyttist ekki fyrr en það uppgötvaðist að þetta sama barn hafði stundað lyftingar í laumi undir borð- dúk ömmunnar, hafði sem sé náð sér í lyft- ingatól sem skullu á flísum afa og ömmu. Það kom sér vel að múrararnir höfðu vand- að sig við lagningu þeirra, greinilega gert ráð fyrir líkamsrækt af þessu tagi. Lyftingum var slegið á frest, nema bollu- lyftingum sem gengu vel þar til kom að eftirréttinum og amma setti gasið í rjóma- sprautuna. Eitthvað fór úrskeiðis í þeirri gjörð sem varð til þess að rjóminn þeytt- ist ekki á bollurnar heldur á eldhússkáp- ana og festist hreinlega við loftið. Þessi óvænti gjörningur vakti ómælda kátínu barnabarnanna sem trúðu því að amma hefði sett þessi ósköp á svið sem hreint skemmtiatriði. Sem betur fer var nægur rjómi til vara sem þeyttur var með gamla laginu í hrærivélinni. Sú leið er öruggari þótt skemmtanagildið sé minna. Þolinmæði barnanna entist ekki þá kyrrðarstund sem þeir fullorðnu sáu fyr- ir sér yfir kaffibolla með rjómabollunum. Næstelsta barnabarnið hafði nýlega náð nokkurri færni í að standa á höndum, að minnsta kosti uppi við vegg. Í sjálfu sér var í lagi með þær æfingar þótt nokkur mál- verk í eigu afa og ömmu skekktust þegar tærnar rákust í. Verra var þegar ungviði sem nýlega er farið að ganga vildi reyna líka. Þá voru hálsliðir í bráðri hættu. Kyrr- seta fullorðinna yfir kaffibolla var því ekki í boði heldur stökk hver til sem næst sat þegar of ungt barn var komið í bráðan lífs- háska. Hið sama gilti um klifur upp á stól- bök og yfir sófa, sem og koddakast í aldurs- flokknum tveggja til fjögurra ára. Ró færðist þó yfir barnaskarann, eða svo virtist um hríð að minnsta kosti, á meðan hópurinn hvarf úr stofunni. Afi og amma notuðu tækifærið og buðu heitara í kaffi- bollann. Ástandið breyttist þó fljótt þegar hjörðin streymdi fram á ný, stríðsmáluð, hafði komist í málningarsett á baðher- bergi. Rétt glitti í augu þeirra eldri út úr svörtum höfðum með rauðum strípum en gangsteralegastur var þó drengur, tæplega tveggja vetra, sem augljóslega hafði notið aðstoðar hinna eldri. Miðað við skeggvöxt drengja á þessum aldri og þess að aðeins var vika liðin af svokölluðum mottumars, var yfirskegg hans með þeim hætti að hvaða arabi sem væri hefði verið hreyk- inn af, kolsvart og vel út á kinnar. Mæður spruttu upp og jesúsuðu sig en amma brá við skjótt og sótti hreinsibúnað. Drengur- inn var að kalla skegglaus þegar upp var staðið. Nokkur ró færðist yfir eftir hreingern- inguna og aftur var boðið í bolla. Barna- skarinn dreifði sér á ný. Afinn nældi sér meira að segja í rjómabollu og var um það bil að bíta í þegar straumurinn lá aftur inn í stofu, að einu barni undanskildu. Það hafði læst sig inni á klósetti og fann öngva leið út. Bollan beið ósnert og við tóku leiðbein- ingar um hvernig snúa mætti snerli til að losna úr prísundinni. Skyndinámskeiðið skilaði ekki árangri. Barnunginn varð því að bíða um hríð á meðan afi brá sér í bíl- skúrinn og sótti skrúfjárn svo snúa mætti snerlinum að utan. Róleg kvöldstund er vissulega afstætt hugtak en afinn spurði sjálfan sig hvort það væri dirfska eða fífldirfska í ömmunni þegar hún sagði, svona í framhjáhaupi, við afann þar sem hann lá af sér genginn í stofusófanum þetta bolludagskvöld: „O, þau eru svo yndisleg blessuð börnin, ættum við að fá þau aftur til okkar á ösku- daginn?“ Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 11.-13. mars 2011 Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.