Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 70

Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 70
50 tíska Helgin 11.-13. mars 2011 tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Okkar óútreiknan- lega Ísland Fyrir örfáum dögum fannst mér vorið vera á næsta leiti. Ég íhugaði að grafa upp gömlu blómakjólana og sandalana. Tilbúin að taka á móti vorinu, hlýjunni og sólinni. Var farin að íhuga næsta pistil sem ætti jafnvel að fjalla um yndislega vorið. En allt kom fyrir ekki. Daginn eftir vaknaði ég við að snjórinn lamdi harkalega svefnherbergisgluggann minn. Tíu sentimetrar af mjúkum snjó hafði fallið um nóttina. Það var nokkurra stiga frost og ég átti engra annarra kosta völ en að henda mér í kuldaskóna og Kraftgallann áður en ég hélt til vinnu. Svona er elsku Íslandið okkar. Alltaf hefur það verið óútreiknanlegt. Hvort sem við tölum um veðurfar, fjárhag eða annað, getum við aldrei fullyrt um eitt né neitt. Það getur allt breyst á einni nóttu. Þótt þetta hafi mikil áhrif á okkar daglega líf erum við orðin vön öllum þessum snöggu breytingum. Við höfum aðlagast að- stæðum. Það er eðli okkar Íslendinga. Að gera sem best úr því sem við höfum. Það er þó staðreynd að veðurfar hefur gríðarleg áhrif á líðan okkar. Við erum niður- dregin þegar skammdegismyrkrið og kuldinn gera vart við sig. Erfitt að hefja daginn. Þess vegna þarf lítið til að rífa okkur upp úr þessu þunglyndi. Þegar sólin gægist milli skýjanna og snjórinn hverfur, tekur gleðin völdin og við teljum okkur trú um að vorið og sumarið sé á næsta leiti. Tími til kominn að pakka niður kuldafatnaðinum og taka vorinu opnum örmum. Veturinn er þó rétt að byrja. Blandar saman nýjum og gömlum flíkum Ólöf Sara Gregory er 21 árs verslunarskólamær sem hefur mikinn áhuga á tísku, tónlist og ferðalögum. „Fötin sem ég klæðist eru oftast mjög þægileg. Ég reyni að blanda saman nýjum og gömlum flíkum til að hrista upp í stílnum. Ég skoða mikið tískublogg og tískublöð eins og Vogue, I-D og Elle sem veita mér góðan innblástur í tísku. Fötin kaupi ég mest erlendis, og þá helst í vinsælu búðunum eins og H&M, Monki, American Apparel og Urban Outfitters. Hérna heima versla ég mest í Top Shop, Spúút- nik og Rokki og rósum. Ég lít mikið upp til tvíburasystranna Mary- Kate og Ashley Olsen þegar kemur að fatasmekk. Þær eru mjög töff og þora að vera þær sjálfar.“ 5 dagar dress Föstudagur: Skór: Gyllti kötturinn Sokkabuxur: Oreblu Kjóll: Nostalgia Eyrnalokkar: Accessorize Í ævintýrahlutverkum Svo virðist vera að bandaríski ljós- myndarinn Annie Leibovitz hafi mikla þolinmæði. Með erfiðismunum tókst henni að sannfæra nokkrar Hollywood- stjörnur um að vinna með sér og var stefnan tekin á ævintýralegan mynda- þátt. Ljósmyndarinn hafði hugsað sér að vinna tökurnar út frá ýmsum hlutverkum Disney-myndanna. Leikkonan Queen Latifah sat fyrir sem Úrsúla úr Litlu haf- meyjunni, Olivia Wilde sem vonda nornin í Mjallhvít, Scarlette Johanson í hlutverki Öskubusku og fleiri stjörnuleikarar í ýmsum ævintýrahlutverkum. Hárlokkur Biebers á uppboði Seinna í mán- uðinum mun þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres stjórna uppboði sem fram fer í þættinum hennar. Varningurinn er ekki af verri end- anum því boðið verður upp á hárlokk af Justin Bieber. Hann gaf Ellen lokkinn ásamt eigin- Nýr kafli að hefjast hjá Clinique Nýlega hófst mik- il tæknivæðing hjá snyrtivöru- fyrirtækinu Clinique. Fyrir- tækið skrifaði undir samning við tölvufyrir- tækið Apple og nú eru að koma á markað ný tæki sem nefnast iPad Skin Diagnostic Tool og iPad Analyzer. Það fyrrnefnda mun svara ýmsum spurningum um einstaka húðsjúkdóma og það seinna býður upp á persónulega greiningu fyrir neytendur. Hægt er að nálgast upplýsingar um það gegnum tækin hvaða vörur henta hverjum einstaklingi fyrir sig. Um 180 þúsund snyrtivörugerðir eru skráðar í kerfið og ættu því allir að geta fundið snyrtivörur við sitt hæfi. -kp handaráritun með því skilyrði að gjöfin yrði seld fyrir góðan mál- stað. Byrjunarverð hárlokksins verður 12.800 dollarar eða tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna. Fimmtudagur: Skór: Bianco Sokkabuxur: Oreblu Kjóll: Monki Jakki: Zara Kragi: Eign ömmu Gleraugu: Gleraugað Miðvikudagur: Skór: GS Skór Buxur: American Apparel Pels: Spúútnik Bolur: Top Shop Hálsmen: H&M Mánudagur: Skór: GS skór Sokkabuxur: Hagkaup Stuttbuxur: Spúútnik Bolur: Top Shop Skyrta: Spúútnik þriðjdagur: Skór. Converse Buxur: H&M Bolur: H&M Trefill: H&M Jakki: Vintage-búð í Danmörku BIGMIX BIG
MIX
ER
PARTÝVAKT
KANANS
Á
LAUGARDAGSKVÖLDUM ENGIN RÖРBARA RÉTT ÚTVARPSSTÖÐ BIGFOOT
HELDUR
SVO
ÁFRAM
UM
KVÖLDIÐ
Á
SKEMMTIS‐ TAÐNUM
SQUARE
LÆKJARTORGI

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.