Fréttatíminn - 11.03.2011, Page 72
52 tíska Helgin 11.-13. mars 2011
Býr yfir
fjölskyldu-
leyndarmáli
Á næsta ári ætlar leik-
konan Salma Hayek
að framleiða sína fyrstu
snyrtivörulínu. Línan
mun nefnast Nuance
og hefur verið í þróun
í sex ár. Innblástur-
inn fær leikkonan frá
ömmu sinni sem ku
hafa verið 96 ára þegar
hún lést – hrukkulaus.
Salma segir að hún
búi yfir miklu fjöl-
skylduleyndarmáli sem
hún ætli að opinbera á
næstu mánuðum.
100 ára
afmæli
Nivea
Vörumerkið Nivea fagnar
hundrað ára afmæli sínu á
árinu. Af því tilefni var söng-
konan Rihanna fengin til að
vera nýjasti talsmaður og
andlit fyrirtækisins. Afmælis-
herferðin mun nefnast 100 ye-
ars skincare for life og verður
hleypt af stokkunum í byrjun
maí, strax eftir að Rihanna
klárar tónleikaferðalag í
kringum heiminn. Leikkonan
situr þá fyrir nakin, leyfir öllu
húðflúrinu að sjást og verður
lítið sem ekkert máluð.
Ballerínur dansa
lipurlega í silkinu
Sumarlínan 2011 hjá fatafyrirtækinu Elm er lífleg
og skemmtileg. Sterkir litir eru áberandi og silki
er mikið notað. „Í nýjustu herferð okkar, sumarlín-
unni 2011, notumst við mikið við taft, hör og silki.
Við leggjum þó mesta áherslu á silkið og reynum
að ýta undir hversu lifandi það er. Við fengum ljós-
myndarann Ara Magg til að vinna með okkur og
hann myndaði línuna á líflegan hátt. Hann fékk í lið
með sér ballettdansara úr Íslenska dansflokknum
sem dönsuðu lipurlega í flíkunum og það gerði
myndirnar lifandi,“ segir Kristín Hrafnkelsdóttir,
framkvæmdastjóri hjá Elm.