Fréttatíminn


Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 74

Fréttatíminn - 11.03.2011, Qupperneq 74
54 dægurmál Helgin 11.-13. mars 2011 Á Stóra sviði Þjóðleikhússins er verið að sýna útvarpsleikritið Allir synir mínir eftir Arthur Miller. Leikar- arnir eru að vísu sýnilegir áhorfendum, það er leikmynd á sviðinu, búningar, gervi og ljós eru á sínum stað en það sýnilega bætir litlu við galdurinn sem þar er fyrir. Sá er allur í orðunum, í mögnuðu leikverki sem kannski hefur aldrei átt brýnna erindi á íslenskar fjalir. Það er máski harðneskjulegt að skrifa svona en þessi uppsetning er fremur fyrirsjáanleg og gamaldags. Þótt verk séu sígild þarf ekki alltaf að fara um þau stáss- hönskunum, þau þola tennur tímans. Aðal- áherslan er á textann sjálfan en svo mjög að hið sjónræna geldur fyrir það. Þýðing Hrafnhildar Hagalín rennur vel og er auðskilin öllum, raddbeiting leik- aranna til fyrirmyndar en það sem sjá má á sviðinu er tilbreytingarlaust og tilþrifalítið. Uppleggið í leikmynd Grétars Reynis- sonar, flugvélarvængurinn og brostna póstkortið, er hugkvæmnislegt og fallegt. Mér finnst synd að eyðileggja það með ódýrum plastblómum og borðbúnaði og gervilegu tré. Lýsingin (Lárus Björns- son) gerði lítið til að auðga andrúmsloftið; henni var varla beitt, sem og tónlistinni (Gísli Galdur Þorgeirsson).Þetta virkaði meira eins og upp á punt eða til mála- mynda. Búningarnir (Þórunn Þorgríms- dóttir) fundust mér afar misjafnir. Ótal smáatriði í umgjörð sýningarinnar vöktu mér furðu meira en hrifningu, eins og t.d. hvaða tilgangi þjónar það að lyfta vængn- um í lok hvers þáttar og af hverju dregur kvenhetjan upp bréf sitt úr buxnarassinum (náðist ekki að sauma vasa á þá ófögru flík fyrir frumsýningu)? En umbúðir eru ekki allt, það er innihaldið sem skiptir máli og því miðla leikararnir. Þeir eru trúir sínum texta en flestir eins og stirðbusalegir á fyrrgreind- um væng. Helst fannst mér Edda Arn- ljótsdóttir (Sue), Vigdís Hrefna Páls- dóttir (Lydia) og Atli Rafn Sigurðarson (George) ná að skína. Það neistaði vart milli unga parsins Chris (Björn Thors) og Ann (Arnbjörg Hlíf Valsdóttir), þau voru meira sannfærandi ein og stök. Aðal- hlutverk fjölskylduföðurins Joe Keller, sem speglar togstreitu ameríska draumsins – hversu langt má maðurinn ganga til að tryggja hagsæld sína og fjölskyldunnar? – er í höndum Jóhanns Sigurðarsonar. Sá næmi og margreyndi leikari finnst mér varla ná flugi hér þótt hlutverkið sé ábyggilega ávísun á Grímutilnefningu í hugum margra. Samleikur hans og Guð- rúnar Gísladóttur, sem leikur frú Keller, var allur á yfirborðinu. Leikararnir Baldur Trausti Hreinsson og Hannes Óli Sigurðsson voru síðan eins og að leika í einhverjum öðrum sýningum – Hannes í góðlátlegum gamanleik og Baldur í til- brigði við Tjekhov. Mér sýnist hins vegar ungi pilturinn sem fór með hlutverk Berts vera töluvert efni. Já, ég er hundóánægð því efniviður- inn er mergjaður, listamennirnir marg- reyndir og tólin og tækifærin til staðar. En í þessari uppsetningu Stefáns Baldurs- sonar finnst mér hlutirnir einfaldlega ekki smella saman. Kristrún Heiða Hauksdóttir Aðal- áherslan er á textann sjálfan en svo mjög að hið sjónræna geldur fyrir það. Stirðbusaleg textatryggð Allir synir mínir  eftir Arthur Miller Leikstjóri: Stefán Baldursson Þjóðleikhúsið Íhaldssöm uppsetning á klassísku verki.  leikdómur Allir synir mínir e f t ir að leikstjórinn Danny Boyle hlaut Óskarsverðlaunin f yrir Slumdog Millionaire sneri hann aftur í leikhúsið og setti Frankenstein á svið í National Theatre í London. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma og gengur fyrir fullu húsi. Íslendingum gefst kostur á að setjast nánast niður í National Theatre og upplifa þessa sígildu hryllingssögu fimmtudaginn 17. mars þegar verkið verður sýnt í Sambíóunum í Kringlunni í beinni útsendingu frá London. Leikararnir Benedict Cumberbatch og Jonny Lee Miller skiptast á að leika Viktor Frankenstein og óskapnaðinn sem hann gæðir lífi. Cumberbatch hefur verið að gera það gott sem Sherlock Holmes í sjón- varpsþáttunum Sherlock og Miller hefur komið víða við og lék meðal annars undir stjórn Boyles í Trainspotting á sínum tíma. Gagnrýnendur hafa með- al annars haft það um upp- færslu Boyles að segja að hún sé alveg laus við alla Hollywood-slikju og áhrif f rá Hammer -hryll ings - hópnum. Aðalleikararnir tveir leiki af miklum krafti og bæti fyrir hnökra í hand- ritinu og í það heila bjóði Boyle upp á heillandi og ógleymanlega kvöldstund. Sýningin á Franken- stein í Kringlubíóinu 17. mars hefst klukkan 19 og þeir sem vilja ekki missa af þessu tækifæri ættu að tryggja sér miða í tíma. Frankenstein í beinni Cumberbatch í hlut- verki skrímslisins tekur á Miller í hlut- verki Frankensteins. M yn d/ Ca th er in e A sh m or e Sumarhúsafólk ath! Skráning og upplýsingar í síma 578 4800 og á www.rit.is Sumarhúsið og garðurinn Leiðbeinendur: Björn Jóhannsson landslagsarkitekt höfundur bókarinnar Draumagarður og Auður I. Ottesen garðyrkjufræðingur og ritstjóri Sumarhússins og garðsins. Skipulag og ræktun í sumarhúsalandi Námskeið tvö miðvikudagskvöld 23. og 30. mars kl. 19:00-21:30. Einn, tveir og tré! Námskeið miðv. 30. mars kl. 17:00-18:30. Skjólmyndun í garðinum Námskeið miðv. 23. mars kl. 17:00-18:30. Námskeiðin eru haldin í Grasagarði Reykjavíkur. HELGARBLAÐ Dreifing inni í Fréttatímanum er leið til að koma bæklingnum þínum í hendur viðskiptavina. Hikaðu ekki við að leita tilboða. Verðið kemur á óvart. Þarftu að dreifa bæklingi? auglysingar@frettatiminn.is Sími 531 3310 Getur þú verið heimilisvinur Abigale? www.soleyogfelagar.is HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.