Fréttatíminn - 11.03.2011, Side 75
dægurmál 55Helgin 11.-13. mars 2011
Á hljómgrunnur.is er að finna aðgengi-
legt yfirlit yfir tónlistarviðburði sem
eru fram undan. Rokk, djass, popp,
klassík og allt þar á milli.
Föstudagur 11. mars
Tríó Reykjavíkur
Kjarvalsstaðir kl. 12.15
Með einstöku samstarfi sínu bjóða Tríó
Reykjavíkur og Listasafn Reykjavíkur upp á
hádegistónleika. Aðgangur ókeypis.
Karlakór Dalvíkur
Salurinn, Kópavogi kl. 20.30
Queen og Bítlarnir Karlakór Dalvíkur, ásamt
Matta Matt og rokkhljómsveit, flytur lög
Bítlanna og Queen í rokkuðum útsetningum
Guðmundar Óla Gunnarssonar, stjórnanda
kórsins. Aðgangur 3.300 kr.
Varsjárbandalagið
Café Rósenberg kl. 22
Varsjárbandalagið spilar tónlist ættaða frá
Austur-Evrópu, gyðingatónlist, balkanmúsík,
Goran Bregóvitsj, sækir í smiðju Gylfa Ægis-
sonar auk frumsamins efnis.
Mars Attacks-Festival
Sódóma Reykjavík kl. 22.00
X-977 og Tuborg kynna: Mars Attack,
tveggja daga tónlistarveislu á Sódómu
Reykjavík helgina 11.-12. mars. Cliff Clavin,
Valdimar Jónas Sigurðsson og Ritvélar
framtíðarinnar, Insol, Legend Noise, XIII,
Endless Dark, Reason to Believe, Benny
Crespo’s Gang, Vicky, Blaz Roca, Sing For
Me Sandra. Miðaverð í forsölu er fárán-
legt, 1.500 krónur armbandið sem gildir
báða dagana. Miðasala fer fram í Levi´s í
Smárlind og Kringlunni.
Laugardagur 12. mars
Íslenski flautukórinn
Menningarhúsið Hof kl. 17
Íslenski flautukórinn hefur vakið athygli fyrir
frumflutning á nýrri tónlist þar sem hann
hefur komið fram m.a. á tónlistarhátíðunum
Norrænum músíkdögum og Myrkum músík-
dögum. Gestir flautukórsins á tónleikunum
verða norðlenskir flautuleikarar og nem-
endur auk Páls Barna Szabó á fagott og
Þórarins Stefánssonar á píanó. Einleikari í
flautukonsertinum Lux er Melkorka Ólafs-
dóttir og stjórnandi er Hallfríður Ólafsdóttir,
leiðandi flautuleikari Sinfóníuhljómsveitar
Íslands. Aðgangur 2.500 kr.
Karlakór Dalvíkur
Salurinn, Kópavogi kl. 20.30
Queen og Bítlarnir Karlakór Dalvíkur, ásamt
Matta Matt og rokkhljómsveit. Aðgangur
3.300 kr.
Varsjárbandalagið
Café Rósenberg kl. 22
Varsjárbandalagið spilar tónlist ættaða frá
Austur-Evrópu, gyðingatónlist, balkanmúsík,
Goran Bregóvitsj, sækir í smiðju Gylfa Ægis-
sonar auk frumsamins efnis.
sunnudagur 13. mars
Töfrahurð: Tobbi Túba og klassískt
diskótek
Salurinn, Kópavogi kl. 13
Að kynnast borgarhljóðum, efnisskrá sem
er byggð upp í kringum slagverk. Krakk-
arnir munu kynnast sögu þess og hinum
endalausu möguleikum ásláttarhljóðfæra
með hlustun, leikjum og dönsum. Sögu-
maður Sigurþór Heimisson, Kammerhópur
„Sheherazade“, dansarar úr Listdansskóla
Íslands og Skólahljómsveit Kópavogs ásamt
Össuri Geirssyni. Aðgangur 1.500 kr.
Dorothea Höjgaard Dam
Café Rósenberg kl. 20
Dorthea er færeysk tónlistarkona með
íðilfagra rödd! Hún hefur komið víða fram
með gítarinn sinn og hefur haldið tónleika
í Kanada, Danmörku, Noregi, á Færeyjum
og Íslandi. Hún er að vinna að sinni fyrstu
sólóplötu. Aðgangur 1.000 kr.
HD FITNESS
HD fitness æfingakerfið fer fram í heitum sal
og byggist á rólegum styrktaræfingum ásamt
djúpum teygjum. Eingöngu er unnið með eigin
líkamsþyngd.
HD fitness-kerfið er byggt á æfingum sem
stjörnur á borð við Jennifer Aniston og
Gwyneth Palthrow iðka.
Sérstakar áherslur eru á styrkingu djúpvöðva í
kvið og baki og djúpar teygjuæfingar sem lengja
og styrkja alla vöðva líkamans.
Hitinn í salnum auðveldar að ná djúpum teygjum
og líkaminn hitnar fljótt og vel.
HD fitness-kerfið er hannað af Ágústu Johnson,
Önnu Eiríksdóttur og Helgu Lind Björgvinsdóttur.
6-vikna námskeið
Þjálfun 2x í viku
Allar nánari upplýsingar um námskeiðin,
tímasetningu, verð og skráningu finnur þú á
www.hreyfing.is
Ný námskeið að hefjast.
Heitt djúpvöðva fitness (HD fitness) er glænýtt
æfingakerfi fyrir þær sem sækjast eftir tónuðum
líkama og tígulegu fasi
B jörn Thorodd-sen og Stórsveit
Reykjavíkur blása til
stórtónleika í Salnum í
Kópavogi á sunnudag-
inn. Kanadíski stjór-
nandinn dr. Richard
Gillis kemur til landsins
sérstaklega til að stjórna
sveitinni á sunnudaginn.
Egill Ólafsson verður
sérstakur gestur á tón-
leikunum.
Dr. Gillis útsetti tón-
list Björns sem kom út á
diski í Kanada ekki alls
fyrir löngu en disknum
hefur verið vel tekið
ytra og hann fékk meðal
annars fjórar stjörnur af
fimm í stærsta dagblaði
Winnipeg.
Tónlistin sem Björn
og Stórsveitin flytja á
sunnudaginn er vægast
sagt fjölbreytt en boðið
verður upp á þjóðlög,
jazz, blús, funk, surf og
standarda. Tónlistina
hefur Björn sett saman
en Gillis útsett fyrir
stórsveit.
Björn Thoroddsen
hefur verið atkvæðamik-
ill í íslensku tónlistarlífi
undanfarin þrjátíu ár en
á síðustu árum töluvert
starfað í útlöndum og
leikið með mörgum
heimsþekktum tónlist-
armönnum, ásamt því
að vera í forsvari fyrir
íslensku hljómsveitinni
Guitar Islancio.
Richard Gillis er af
vestur-íslenskum ættum
en auk þess að vera
stjórnandi Stórsveitar
Winnipeg-borgar er
hann prófessor við Uni-
versity of Manitoba og
trompetleikari á heims-
mælikvarða.
Stórsveit Reykjavíkur
þarfnast vart kynn-
ingar enda löngu búin
að sanna tilverurétt sinn
og er skipuð mörgum
af allra bestu hljóðfæra-
leikurum landsins.
Tónleikarnir hefjast
kl. 15 og er aðgangur
ókeypis.
Guðrún spjallar
um Sýni
guðrún Kristjánsdóttir verður
með listamannaspjall í Gall-
eríi Ágúst á morgun, laugardag.
Spjallið er í tengslum við sýningu
á prentverkum hennar, sem
kallast SÝNI, í galleríinu. Guðrún
ræðir við Jóhann Ludwig torfa-
son en hann vann með Guðrúnu
að grafík-seríunni SNJÓPRENT
sem er einnig á sýningunni.
Spjallið hefst kl. 14 og Jóhann
og Guðrún munu ræða nálgun
Guðrúnar við prentmiðilinn, sam-
starfið og hvað eina sem gestum
dettur í hug að spyrja um.
Snjóprent
Guðrúnar er
á sýningunni
í Galleríi
Ágúst.
Egill Ólafs heimsækir
Björn Thoroddsen í Salinn
Björn Thoroddsen og Richard Gillis í góðum fíling.