Fréttatíminn - 11.03.2011, Síða 76
56 dægurmál Helgin 11.-13. mars 2011
Plötuhorn Dr. Gunna
Finger of God (toes
of Paul McCartney)
Sigurður Eyberg
Á fyrstu sólóplötu
söngvarans í Deep Jimi &
The Zep Creams spriklar
hann eins og kálfur að
vori, frjáls af bási gamla
rokksins. Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson er hægri
hönd Sigurður á plötunni,
spilar og tekur upp, og
hefur eflaust haft nokkuð
að segja. Sigurður er
lærður leikari, traustur
söngvari sem notar námið
í söngnum, syngur ensku
textana eins og hann
meini þá. Lögin eru gítar-,
hljóðgervla- og tölvut-
rommuknúin, kraftmikil
og tilraunaglöð, en samt
yfirveguð og fullorðins.
Manni detta stundum í hug
jafn ólíkir áhrifavaldar og
Bowie, Beck og Bill Nelson,
en útkoman er lunkinn
Eyberg – glöð tilraun sem
gengur upp.
Emilio Estevez
Fist fokkers
Úlfur A. Einarsson (gítar
& rödd) og Kári Einars-
son (trommur) eru Fist
fokkers. Þeir eru skyldir
böndum eins og Reykjavík!
og Swords of Chaos;
syngja helst ekki heldur
væla og öskra og hamast
á hljóðfærunum í galsa.
Hamagangur Fist fokkers
er þó útreiknaður og allt
gengur upp í undarlega
þéttri heild miðað við
að þetta eru nú bara tvö
hljóðfæri. Hin frábæra
Brak-útgáfa gefur út
fyrstu plötuna, átta stuttar
en myndarlegar slettur.
Enn skemmtilegra væri
ef bandið syngi á íslensku
og um eitthvað sem máli
skiptir, því kaldhæðnishjal
um ameríska leikara og
U2 er dálítið búið. Innihald
myndi þykkja rokkslett-
urnar.
Different Gear, Still
Speeding
Beady Eye
Hér er „vitlausari
bróðirinn í Oasis“ aðal
driffjöðrin og hefur fengið
tvo fyrrum Oasis-meðlimi
með sér. Sopið er af sömu
vin og áður: Bítlunum,
Stóns og hinu sixtís-
stöffinu og kryddað með
nútímasándi. Stundum
eru líkindin yfirþyrmandi,
Lennon-áhrifin heyrast
langar leiðir í „The Roller“
og „Beatles & Stones“ er
kalkipappírsteiknað upp úr
„My Generation“ The Who.
Maður fyrirgefur þetta
þó, enda sjálfur sýktur af
sama Bítlaæðinu, og eftir-
líkingin er jú einlægasta
form smjaðursins. Það er
léttara yfir þessu en hefur
verið lengi hjá Oasis og
meiri spilagleði og meira
fjör. Þetta er því hress-
andi bítlarokk og Liam er
ekkert ber á bakinu.
Pr akka
rinn
Rík ul eg a mynd- skReytt
Bráðskemmtileg prakkarasaga
Astridar Lindgren um Emil í Kattholti loksins fáanleg afturVilborg Dagbjartsdóttir þýddi
Hverfisgata 56
Borðapantanir: 552 1630
Opið: sun.-fim. 18:00-22:00
fös. og lau. 18:00-23:00
www.austurindia.is
Eftirlæti Mógúlkeisaranna
Lambaskankar Raan Manjara-
bat er spennandi nýjung,
hægeldaðir í ljúffengri blöndu
af kanil, kardimommum,
negul, broddkúmmíni, chillí,
tómötum og garam masala,
sannkallað lostæti á nýjum
matseðli okkar.
Besta fáanlega hráefnið og
sérinnflutt krydd frá Indlandi.
Matgæðingar fullyrða að
Austur-Indíafjelagið sé eitt
fremsta veitingahús landsins
- og ekki að ástæðulausu.
Lostæti
á nýjum
matseðli
RAAN
MANJARABAT
a ð kunna samningatækni getur nýst manni á ótrúlegustu stöðum. Eftir fyrsta kúrsinn okkar fórum við nokkur saman í ísbúð og þegar af-
greiðslukonan nefndi verðið spurðum við hvort það væri
hennar fyrsta boð. Það er fyrsta reglan, að hafna alltaf
fyrsta boði,“ segir Steingrímur Árnason hlæjandi
en hann er einn liðsmanna Háskólans í Reykjavík sem
nú eru staddir á heimsmeistaramóti í samningatækni
í Leipzig í Þýskalandi. Þriggja manna lið Háskólans í
Reykjavík var valið ásamt tólf öðrum háskólaliðum úr
öllum heimsálfum til að taka þátt í keppninni. Liðin eru
metin eftir því hversu vel þeim gengur að tryggja sínum
sjónarmiðum brautargengi og hversu hagstæð niður-
staðan er fyrir báða aðila og áframhaldandi samskipti
þeirra. „Heildarvirði samningsins er það sem mestu
skiptir. Ef þú valtar yfir viðsemjanda þinn getur þú
skorað hátt en hann lágt. Hins vegar skiptir máli að ná
svokölluðum sameiginlegum stigum sem gefin eru fyrir
að finna hagstæða lausn fyrir báða aðila.“ Steingrímur
segir að íslenskt viðskiptaumhverfi hefði gott af því að
tileinka sér slíkt viðhorf. „Við erum þannig gerð að okk-
ur þykir við best í heim og þá er ágætt að stíga tvö skref
aftur á bak og reyna að finna sameiginlega hagsmuni.
Afdrifaríkir samningar um Icesave eru nærtækt dæmi
sem sanna mikilvægi þess að standa faglega að samn-
ingum í stað þess að láta pólitísk tengsl ráða því hvaða
fólk leysir mikilvæg verkefni fyrir hönd þjóðarinnar.“
Í keppninni fá liðin dæmi um deilur eða viðskipti og
eiga að nálgast hagstæða niðurstöðu.
„Tæknin reynir á menningarlæsi og ýmis sálfræðileg
atriði og það er ekki sama við hvern er samið. Við fáum
stig fyrir framkomu og þurfum að kynna okkur samn-
ingavenjur ólíkra landa. Japanir eru til dæmis þekktir
fyrir að beita þögninni enda felst mikil virðing í henni.
Bandaríkjamenn verða aftur á móti óþreyjufullir eftir
um það bil þrjátíu sekúndna þögn.“
Steingrímur segir liðsmenn spennta að taka þátt og
stefna að góðri hvíld fyrir samninga helgarinnar. –ÞT
Höfnum alltaf fyrsta boði
Íslendingar spreyta sig í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti í samningatækni.
MEnntaMÁl SaMnInGatÆKnI
Lið Háskólans í Reykjavík etur kappi við sterkustu háskóla heims á sviði samningatækni sem fram fer í Leipzig í Þýskalandi um
helgina. Frá vinstri: Steingrímur Árnason, Helen Neely og Aldís Guðný Sigurðardóttir fyrirliði liðsins.