Ljós og skuggar - 01.01.1905, Síða 3

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Síða 3
Gamlárskvöld. „Hvað sem það kostar, þá verð ég að fá drop- ann,“ sagði Jóhann gamli á Barði við Ingvar son sinn, 14 vetra gamlan pilt. „Og ég held að veðr- ið verði nú aldrei svo illt, að þu hafir það ekki, drengur minn; opt hefi ég séð hann svartari held- ur en hann er núna,“ og karlinn skimaði í ailar áttir út um bæjardyragætt.ina, „o, sei, sei, nei, það er ekkert veður í loptinu, hann gengur upp suðaustan, hann gjörir hláku.“ Drengurinn svaraði engu, hann var einnig að gæta til veðurs. Himininn var hulinn dimmum skýjum, kolsvört éljadrög fóru með fjöllum og mikill veðurdynur heyrðist í fjarska. Útlitið var ekki fagurt. „Þér veitir ekki af að fara að búa þig, Ingvar", sagði Jóhann, „þér er innanhandar að vera kominn aptur laust eptir miðaptan,' ef þú heldur nokkuð áfram. Færðin er góð eptir að kemur út fyrir Qrófina; þú hleypur það á skíðunum á tveimur tím- um, já, eins og að drekka vatn“. — „Guðný!“ kall- aði hann. Yon bráðar kom kona fram úr eldhús- inu, sem lá til hliðar við bæjardyrnar. Hún sagði ekkert, gekk þegjandi aptur til eld-

x

Ljós og skuggar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.