Ljós og skuggar


Ljós og skuggar - 01.01.1905, Qupperneq 8

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Qupperneq 8
8 hann borðaði snjó, en það jók þorsta hans um all- an helming. Það var allt annað en skemmtilegt að vera á ferð í kolsvartri hríðinni og eiga langt til bæja, hvað langt vissi hann ekki, því nú var hann kominn af réttri leið, vindinum sló beint i andlit honum, hann heyrði ekkert annað en öskrið í æðisgengnm storm- inum, sá ekkert fyrir hriðinni, fann ekkert fyrir fót- um sér annað en helkaldan, djúpan snjóinn. Hann brauzt áfram á skíðunum enn um stund, hann var orðinn óttalega þreyttur, fannst hann mundi gefast upp þá og þegar. Hann nam staðar, honum datt Grófin í hug, hann hlaut bráðum að vera kominn að henni; en hann var ekki á veginum og alstað- ar annarstaðar lágu að henni snarbrattir, háir klettar þar sem engum var fært. Nei hann gat ékki haldið áfram, og það var engu hægra að snúa við. Snati. stóð við hlið hans allur fannbarinn, hann hélt uppi annari framlöppinni, ýlfraði ámátlega og horfði bænar- augum á húsbónda sinn. Hann var að vara við Grófinni. Réttast var að biða átekta og sjá hvort veðrinu slotaði ekki litið eitt svo að sæi til tungls. Hug- urinn hvarflaði heim, hann heyrði orð móðursinnar: „Mundu eptir henni gömlu mömmu, sem getur ekki lifað án þín“. Hann varð að fara gætilega hennar vegna; hann var staddur undir háu barði i skjóli. Svo settist hann niður á skaflinn. Snati lagðist rétt hjá honum. Hann klappaði hundinum, einu lifandi

x

Ljós og skuggar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.