Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 15

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 15
15 og læknirinn sagði að hann þyrfti langan tíina til að jafna sig. Þetta vóru engin gleðitiðindi fyrir hana móð- ur hans, en hvað var það þó í samanburði við það að frétta látið hans — að hann hefði farizt í hríð- inni! Nei, hún hlaut að vera þakklát, því enn átti hún drenginn sinn ofar moldu. Á nýársdaginn var ferða fært veður, bjóst hún þá til ferðar að Gerðiskoti, hún kom þangað um miðmunda bil. Inni i baðstofunni var þögult og hljótt. Fólk- ið læddist fram og aptur og allir töluðu í lágum hljóðum. Læknirinn var þar enn, hann ætlaði að biða og vera viðstaddur, þegar Ingvar vaknaði af svefnhöfga, er fallið hafði á hann. Hún móðir hans *sat við rúmstokkinn og horfði á barnið sitt. í huga hennar ryfjuðust upp svo óta.1 margar yndisstundir, sem hún hafði lifað með honum. Hún mundi eptir því, hvað brosið hans hafði opt glatt hana, hvernig áhyggjur hennar og margskonar leiðindi hurfu einsog daggtár í sólskini, fyrir brosinu hans. Og þegar hann sagði í fyrsta skipti: „mamma" með blíðu barnsröddinni, hvað hún var þá glöð og hvað hún þóttist rík að eiga litla bjarthærða, bláeyga drenginn sinn, ó ef hún hefði verið svift honum á svo voðalegan hátt! En því var hún að hugsa um það ? Því þakkaði hún ekki heldur honum, sem hafði staðið við hlið drengsins og varðveitt hann, og svo runnu tárin

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.