Ljós og skuggar - 01.01.1905, Síða 16

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Síða 16
16 ofan kinnavnar, þakklætis og gleði tár, hún var að þakka liðnu dagana, alla, alla, þótt þeir hefðu opt verið erfiðir, en samt fann hún, að hún hafði aldrei staðið ein, hún fann það núna, þegar hún var að horfa á drenginn sinn. Andlit hans var fannhvitt nema æðarnar í enninu voru dðkkar mjög. Hend- urnar voru í vöfum, á öðrum úlfliðnum var stór rauðleit rák, hann hafði skorið sig á flöskustútnum. Andardrátturinn var óglöggur, naumast hægt að heyra hann. Enn var hún á milli vonar og ótta. Skyldi hann ekki deyja? Hún sá ekki manninn, sem stóð álútur og hnípinn við fótagaflinn á rúminu, tók ekkert eptir tárum hans, víssi ekki um sálar stríðið, er hann háði. Samvízkan átaldi hann, er hann loit drenginn sinn þannig, af hans völdum — af vínsins völd- um. Það leið löng stund, heil eilífð fyrir þá, sem biðu í angist og ótta. Svo smáhægðíst andardráttur- inn. „Hann er sofnaður vært", sagði iæknirinn „nú er hann úr hættu“. Hún vék ekki frá rúminu hans allan daginn, og nóttina eptir. Hann svaf alltaf, ætlaðí hann aldrei að vakna ? Hún vakti yfir hverri hreyfingu hans, og hvor getur lýst gleði hennar, þegar hann lauk upp augunum, brosti til hennar og sagði ofur lágt: „Elsku mamma!"

x

Ljós og skuggar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.