Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 19

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 19
19 áua? Hiín spennti greipar: „Guð minn góður vertu í veikum máttugur, leiddu barnið, hjálpaðu mér.“ s Bænin var stutt, en hún kom frá hjartanu. fórunn iitla hljóp allt hvað fætur toguðu. Það reið á að vera nú fljót. Ó, ef hún mamma dæi á o> meðan. Tárin komu fram í augu hennar, hún þerraði þau með handarbakinu og hljóp enn harðara. Loks kom hún að ánni. Ó, hún var svo mikil! Hvítfyssandi steyptist, hún á stein af steini og hávaðinn ætlaði hreint að æra hana Pórunni litlu. Hún hljóp upp og ofan með ánni, en hvergi var tiltök um að komast yfir um. Nú fór hún að há- gráta. „Ó, Guð minn góður hjálpaðu mér yfir um s ána“. hrópaði hún hástöfum. Hún nam staðar, gat hún ekki komizt þarna? Pað var ákaflega stór steinn, sem stóð upp úr ánni, og henni sýndist svo m stutt á hann og af honum aptur yfir á bakkann ' hinu megin. Yonin glæddist og tárin þornuðu, og með titrandi hjarta stökk Þórunn litla út á steininn, en þá var ferðin á enda. Hinu megin við steininn var hyJdýpi og langt' yfii á bakkann, hún komst, ekki lengra. Hún sá yfir að Árkoti, þangað þurfti hún að komast, fólkið þaðan var að binda hey á engjum fyrir neðan túnið. Ó, ef það » sæi hana nú! Hún fór að hrópa eins hátt og hún gat, en áin og gráturinn kæfði rödd hennar. Svo tók hún skýlu klútinn sinn, hann var Jjósleitiu-, og veifaði honum. „Hjálp, hjálp" hrópaði hún af öJium mætti.

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.