Ljós og skuggar - 01.01.1905, Síða 23

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Síða 23
23 „Við skulum reyna að flnna eitthvað,,. Hún fór að leita í skáp garmi, sem stóð við > rúmið, þar var ekki uin auðugan garð að grasa, loks fann hún þar fáeinar þurrar rúgbrauðssneiðar, drengurinn fór að borða með mikilli áfergju; móðirin ^ horfði þegjandi á barnið, við og við hrundu tár hennar ofan á brauðbitann. Petta var ekki holl barnafæða, — fátæktin er miskunarlaus. Nú var gengið um fyrir framan hurðina. Ætli það sé hann ? Hún fékk hjartslátt og stóð upp. Nei, það var hún Jórunn gamla, hún bjó í kjall- aranum, í herbergi við hliðina á henni. Hún kom gegndrepa utan úr rigningunni. „Gott kvöld, Þóra mín!“ sagði hún. „Nú er áumt veður úti, ég ætlaði varla að komast heim, skárri eru það ósköpin, ég hefl nú verið að bera vatn í allan dag, það er ekki gott verk eins og vatnsbólin hérna eru; ég er hreint orðin uppgefin", og hún tyilti sér á rúmstokkinn. „Pú ert ekki farin að kveikja enn þá, Þóra mín ? Er ykkur ekki kalt, það er svo kalt úti með þessari rigningu? Níels hefir vænti ég ekki kom- ið? Ekki, pilturinn, hann kann eins vel við sig á svínastíunni eins og hérna hjá þér“. „Hann gefur nú komið enn Jórunn mín, ég skil ekki í þessu; nú er vika eða meira síðan hann hefir iátið sjá sig“. „Ó, sussu-nei, hann kemur ekki, það þarftu ekki að ímynda þér, Þóra mín! Ég þekki þessa herra,

x

Ljós og skuggar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.