Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 27

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 27
27 Hún var ekki gömul, en þó var hún búin að reyna margt. Heima í foreldra húsunum átti hún góða daga, þar var bæði hlýtt og bjart, ytia og innra. Og þó langaði hana í burtu. Henni þótti þröngt um sig í litlu baðstofunni, henni leiddist að raka túnið og mjalta gripina, hún þráði að sjá eitt- hvað fleira og læra margt og mikið. Hún kvaddi foreidrana sína’á broshýrum vordegi, allt var hreint og unaðsiegt í náttúrunni, henni vii tist fuglakvakið og fossaniðurinn spá um gleði og gæfu sér til handa. Vitanlega var ferðinni heítið burt úr sveitinni — í kaupstaðinn. Já, það var rýmra um hana þar heidur en heima í sveitabýlinu þrönga og afskekta. Unga fólkið tók henni tveim höndum, vinstúlku hafði hún á hverjum fingri og þær lótu ekki sitt eptir liggja að skemmta henni. Og þarna í kaupstaðnum sá hún hann fyrst. Hann var ungur oghraustursjómaður,sunnlenzk- ur að ætt og uppruna og átti heima í Reykja- vík, en var við fiskiveiðar þar á sumrin. Hann var glaðlyndur og djarfmannlegur í fram- komu, og því geðjaðizt ungu stúlkunum svo vel ) að honum — eins henni; hún heyrði reyndar suma segja, að hann væri talsvert óreglusamur, en ætli menn segi ekki svo marga vitleysuna ? Og skyldi hann vera verri en aðrir ? Nei, það var engin hætta á því, og honum þótti svo lifandi skelfing vænt um hana, það hafði hanu svo marg opt sagt henni.

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.