Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 28

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 28
28 Opt hafði hann hvíslað í eyra henni hvað hún væri falleg. engin stúlka jafnaðist á við hana, — hún kafroðnaði og — trúði orðurn hans, hvað átti hún að gjöra annað ? Hvernig gat hann sagt ósatt! Þau þekktust ekki mikið, höfðu sést við og við á skemtifundum i síldarveiðahúsinu, þau höfðu dansað saman, spaugað, hlegið og ,spásérað“ þess á milli, — en svo þekktust þau heldur ekki frekar, hann var einstaklega kurteis og stúlkunum þótti mest gam- an að dansa við hann, það var nú engin furða, því hann var úr Reykjavík ! En hún var samt sú eina, sem hann hafði augastað á, það vissi hún vel. — Og svo trúlofuð- ust þau. Sumarið leið og haustið kom, þá varð haan að fara suður. Ó, hvað hana langaði að fara með hon- um, en hún gat það ekki, hann hafði lika sagt henni að hann ætlaði að sækja hana með vorinu. Hann kvaddi hana seint á degi. Snemma morguninn eptir hvarf skipið, sem hann var á, frá landi, hvarf fyrir klettótta nesið, er byrgði það tár- votum augum hennar, sem stóð á iandi og mændi á eptir því. Pað var svo langt til næstu funda! Tíminn ieið, veturinn var á enda. Hún hafði fengið góð bréf frá honum við og við, hún las þau þrisvar, — fjórum sinnum, kyssti þau, vætti þau gleði- tárum, já, henni þótti vænt um hann! Hún var farin að búast við komu hans, þó það væri reynd- ar fullsnemmt, en húr var svo hráðlát. Þá fékk hún bréf frá henni móður sinni, hún þurfti hennar svo mjög við, heilsulitil var hún sjálf, og búinu fór hnignandi sakir vinnuskorts; hana lang- aði mjög að dóttirin kæmi heim. Hverjq fttti hqq ^ð svítra? Enguni skuldaði

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.