Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 31

Ljós og skuggar - 01.01.1905, Page 31
31 ið, sem haim hafði gefið henni ávið sem þau trúlof- uðust, en það bryddi htið á því og hagur Þóru versnaði óðum. Hún var búin með aifinn sinn, hann fór mest fyrir viðurværi og eldivið lianda. henni og drengnum, og þegar svo Sigga litla hennar fæddist um sumarið, þá fór fyrir alvöru að þi engja að kostunum. Og nú sat hún hér hnípin i bragði og vonlaus og bar saman i huga sínum nútíð og fortíð. Sam- vizkan sagði henni að sjálfskaparvítin væru verst; hún ieit á litlu börnin sín, henni hljómuðu æ í eyra orðin: „Syndii' feðranna koma niður á börn- unuln“. „Ó, að jeg gæti beðið Drottin, — beðið eins og þegar jeg var barn“, hugsaði hún. — En Níels hafði svo opt sagt henni, að kristindómm-inn væri tómar keriingabækur og ,.allir þessir fínu“ tryðu engu orði í bibliunni, og ekki einu sinni prestárnir, nema þá einstaka gamall karl. — Barna- tiúín hennar var horfin fyrir löngu. Það var einn „greiðinn“, sem hún átti Níels að þakka. „Sé nokkur Guð til, lítur hann ekki eptír kjallarabúun- um fremur en fina fólkiö", hugsaði hiin með gremju. ------Fátækt, fyrirlitning og vond samvizka eru ekki létt byrði vinasnauðum einstæðingum, sem ekki vilja leita Krists. „Pabbi og mamma", hvíslaði hún, „þið vissuð ekki, hvað beið mín, og nú eruð þið lögst til hinnstu hvildarinnar, betur að ég væri það líka!“ Og nú tóku tárin að streyma um fölu kinnarnar. Hjart- anu blæddi til ólífis. — — Hurðinni var hrundið upp með blóti og for- mælingum, og maður ruddist inn. Hann var blóð- ugur á höfði og þrútinn i andliti. Fötin hans voru forug og rifin.

x

Ljós og skuggar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljós og skuggar
https://timarit.is/publication/478

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.