Fréttablaðið - 29.12.2011, Qupperneq 4
GENGIÐ 28.12.2011
4
FRÉTTABLAÐIÐ
29. desember 2011 FIMMTUDACUR
VINNSLA Um 1000 ársverk urðu tíl
vegna makrílveiða, fleiri en í álverum
Alcan og Alcoa samanlagt.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIBRIKSSON
Makríllinn skapar 1.000 störf:
Veiðar skila um
25 milljörðum
SJÁVARÚTVECUR Makrílveiðar skil-
uðu þjóðarbúinu ríflega 25 millj-
örðum króna á síðasta ári, sem er
um fimm prósent af útflutnings-
tekjum íslands. Meira en 1.000
ársverk urðu til vegna veiðanna,
samkvæmt samantekt sjávarút-
vegsráðuneytisins.
Um 200 ársverk hafa orðið til á
sjó við veiðar á makríl og annað
eins á landi við vinnslu. Þá reikn-
ar ráðuneytið með 600 afleidd-
um störfum vegna veiðanna.
Til samanburðar vinna um 900
manns í álverum Alcoa á Reyðar-
firði og Alcan í Straumsvík, sam-
kvæmt samantekt ráðuneytisins.
Um 90 prósent aflans fara til
manneldis. Það er veruleg breyt-
ing frá því sem áður var, en fram
til ársins 2009 fóru um 80 prósent
aflans í bræðslu. - bj
SAMFÉLAGSMÁL
Helmingi fleiri fengu aðstoð
Helmingi fleiri leituðu aðstoðar
Fjölskylduhjálpar á Suðurnesjum
fyrir þessi jól en fyrir þau síðustu.
Um 700fjölskyldurfengu aðstoð
nú. Þetta segir Anna Ólafsdóttir hjá
Fjölskylduhjálpinni á vef Víkurfrétta.
Uthlutun fyrir áramótin verður I dag
milli klukkan eitt og fjögur síðdegis.
Úthlutað var hjá Fjölskylduhjálp I
Reykjavík i gær vegna fjölda beiðna.
Bakari ferekki af Bergstaðastræti 13 þótt húsaleigusamningurinn sé útrunninn:
Bernhöftsbakarí verður opið enn um sinn
VIÐSKIPTI „Ég held bara áfram að vera hérna
í rólegheitunum,“ segir Sigurður Már Guð-
jónsson, bakarameistari í Bernhöftsbakaríi,
sem ætlar ekki að flytja starfsemina úr
Bergstaðastræti 13 þótt leigusamningurinn
renni út um áramótin.
Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu
í nóvember hafa eigandi Bergstaðastrætis
13 og eigendur Bernhöftsbakarís hvorki náð
saman um nýjan leigusamning né kaupa
bakarísins á húsnæðinu sem verið hefur
starfsstöð þess í 28 ár.
Sigurður Már segir ekkert hafa gerst í
málinu að undanförnu enda talist menn ekki
við. Vilji eigandinn fá hann út þurfi hann
að fá samþykkta útburðarbeiðni. „Þetta eru
eflaust miklar lögfræðilegar flækjur. Svo er
nú dómskerfið allt á hvolfi," segir bakara-
meistarinn sem kveðst eiga von á að þurfa að
fara út í fyrsta lagi á vormánuðum.
Guðmundur Már Ástþórsson, einn þriggja
eigenda Mótamanna ehf. sem eiga Berg-
staðastræti 13, segir að þar sem leigusamn-
ingurinn sé runninn út og ekki hafi verið
óskað eftir endurnýjun samningsins eða
kaup á húsnæðinu þá gefur það auga leið að
Bernhöftsbakarí hljóti að vera að fara. Ekki
sé hægt að segja til um hvenær það verði.
„Við munum einfaldlega fylgja öllum lögum
og reglum í þessu máli sem og öðrum,“ segir
Guðmundur um framhaldið.
-gar
BERNHÖFTSBAKARl Eftir 78 ára sögu í Bergstaðastræti
og þar af 28 ár á númer 13 er framtíð Bernhöftsbakarís í
götunni í algerri óvissu. fréttablaðið/píetur
Púsundir mæta til
að syrgja leiðtogann
Mikið var haft við þegar útför Kim Jong-il var gerð í Norður-Kóreu í gær. Lík-
fylgdin tók hálfan þriðja tíma og hermenn skutu 21 sinni úr rifflum sínum.
Sonur hins látna, arftaki eins fátækasta ríkis heims, var í áberandi hlutverki.
NORÐUR-KÓREA Arftakinn Kim
Jong-un var í fararbroddi syrgj-
enda við útför föður síns í Pjong-
jang, höfuðborg Norður-Kóreu.
Hann gekk við líkbifreiðina, með
aðra hönd á bílnum en notaði hina
til að heilsa fólki.
Líkfylgdin tók hálfan þriðja
tíma og að henni lokinni skutu her-
menn 21 sinni úr rifflum sínum.
Nýi leiðtoginn stóð síðan og heils-
aði meðan fylkingar hermanna
gengu gæsagang framhjá honum.
Ekki vantaði leikrænu tilþrifin
í athöfnina, ef marka má útsend-
ingu norður-kóreska ríkissjón-
varpsins. „Hvernig getur það
verið að himnarnir gráti ekki?“
heyrðist hágrátandi hermaður
spyrja. „Fólkið grætur allt tárum
úr blóði." Af sumum myndunum
að dæma er þó ekki annað að sjá
en himnarnir hafi heldur ekki
staðist mátið og hellt úr skýjum
yfir syrgjendurna.
Arftakinn hefur treyst völd sín
síðustu daga með því að bæta við
sig embættum og titlum, bæði
innan flokksins og í yfirstjórn
hersins. Ungur aldur hans og lítil
reynsla gerir þó að verkum að
nokkur óvissa ríkir um framtíð-
arstöðu hans í valdakerfinu. Hann
hafði enda ekki haft tuttugu ár til
að búa sig undir hlutverkið, eins
og faðir hans, heldur aðeins tvö ár.
Hann tekur við einu fátækasta
og einangraðasta ríki veraldar.
Auk þess að þurfa að finna leiðir
til að tryggja íbúum landsins dag-
lega fæðu og aðrar helstu lífsnauð-
synjar þarf hann að takast á við
harða gagnrýni og þrýsting frá
Hvernig getur það
verið að himnarnir
gráti ekki?
HÁGRÁTANDI HERMAÐUR
I PJONGJANG I GÆR
öllum helstu ríkjum heims vegna
kjarnorkuvopna, sem faðir hans
var búinn að koma sér upp í ein-
hverri mynd.
Athygli sérfræðinga í málefnum
Norður-Kóreu beinist samt mjög
að innsta hring valdakjarnans í
kringum Kim, og var grannt fylgst
með því hverjir væru áberandi
nálægt honum í athöfninni í gær.
Þar er helst nefndur Jang Song-
thaek, mágur Kim Jong-il, en hann
er varaformaður varnarmála-
nefndar ríkisins og mun líklega
gegna lykilhlutverki við að koma
nýja leiðtoganum inn í embættið.
gudsteinn@frettabladid.is
HÁGRÁTANDI Norður-kóreski herinn syrgði hinn látna leiðtoga með miklum tilþrifum.
NORDICPHOTOS/AFP
ARFTAKINN FREMSTUR Kim Jong-un
gekk fremstur í flokki hægra megin við
hlið líkbifreiðarinnar. nordic photos/afp
Breytingar hjá Kópavogsbæ:
Leikskólagjöld
hælcka um 7%
KÓPAVOGUR Átta tíma vistun
með fullu fæði hjá leikskólum
Kópavogs hækka um áramótin
um 6,9 prósent, eða um 1.736
krónur. Að því er kemur fram
í tilkynningu frá Kópavogsbæ
hafa rekstrargjöld leikskólanna
hins vegar hækkað mun meira
að undanförnu vegna verðlags-
hækkana og launahækkana.
„Hefði þeim öllum verið beint
til foreldra hefði leikskólagjald-
ið hækkað um 13 til 14 prósent.“
Miðað við aukinn rekstrar-
kostnað lækki því greiðsluhlut-
fall foreldra í heildarkostnað-
inum. í ár sé hlutfallið um 19
prósent en verði 15 prósent á
næsta ári. .gar
Verðlaun fyrir vísindi:
Kristján hlaut
Ásuverðlaunin
vIsindi Heimspekingurinn Krist-
ján Kristjánsson hlaut verðlaun
úr Verðlaunasjóði Ásu Guð-
mundsdóttur Wright í gær. Verð-
launin voru
afhent við
athöfn í Þjóð-
minjasafninu.
Ása stofn-
aði til þess-
ara verðlauna
til minningar
um eiginmann
sinn, ættingja
og aðra vensla- kristján
menn. kristjánsson
Þessi viðurkenning hefur í rúm
40 ár verið veitt íslendingi, sem
unnið hefur veigamikið vísinda-
legt afrek á íslandi eða fyrir
ísland.
Verðlaunin eru heiðursskjal,
silfurpeningur og peningagjöf.
-Þi
Viltu lifa lífinu lifandi?
Komdu þá í ZUMBA hjá Heilsuborg
Dansaðu þig í form með einföldum Zumba
sporum eða skelltu þér í ZumbaToning (Nýtt)
Ný námskeið hefjast 10. janúar j
Skráðu þig núna í síma 560 1010
eða á mottaka@heilsuborg.is
HGILSUBORG
Faxafeni 14 • www.heilsuborg.is
VEÐURSPA
Elísabet
Margeirsdóttir
MEIRI SNIÓR Það
verður snjókoma
með köflum víða
um land í dag en
á morgun dregur
úr ofankomu um
tíma en annað
kvöld gengur í stífa
suðaustanátt með
úrkomu og hlánar
vlða um sunnan og
vestanvert landið.
Horfur á skúrum
eða slydduéljum
sunnan og vestan
til á gamlársdag.
Á MORGUI
10-18 m/s S- og SV-til.
HEIMURINN Alicante 11°
Basel 1°
Berlín 7°
Billund 4°
Frankfurt 6°
Friedrichshafen -2°
Gautaborg 5°
Kaupmannahöfn 5°
Las Palmas 19°
London 9°
Mallorca 16°
New York 4°
Orlando 18°
Ósló 1°
París 1°
San Francisco 13°
Stokkhólmur 4°
Vindhraði er i m/s.
Hitastig eru i °C.
Gildistfmi korta er um hádegi.
AUGLYSINCADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS - AUGLYSINCASTJÓRI: Jón LaufdalpnHifKttabhdidis ALMENNAR SlMI 512-5401: Einar DavuSsson Bnor.dowtfesonf@365.is. Guðmundur Sletnsson gudmurtdursSS65.is, Hjötdls Zoéga hlorxhslslKitabladid.is. Hlynur Steingnmsson hlynurs@365.rs, Laila Awad /oi/o@365.fe. Öm Geireson
om.geirsson@J65fe AiLT SlMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir/m/i@365fe, Brynja Gunnarsdóttir brynjag<§365Js. Snorri Snorrason snorris@365Js SÉR8LÖÐ SlMI 512-5016: Benedikt JOnsson benedikt/l§365.is. Sigriður Sigurbjömsdóttir sigridurdagny@365.is, firar Hansen namm@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SfMI 512-
5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is. Viðar Pétursson vip@365Js WÓNUSTUAUGLÝSINGAR sfMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttirsiguriaug(al365.is, Arna Kristinsdóttir omarut§365Js, Cuðný Gunn!augsdóttirr/unny@365.rs, Sigrún Guðmundsdóttirsigrunh§365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einarskulason@365.is