Fréttablaðið - 29.12.2011, Side 8

Fréttablaðið - 29.12.2011, Side 8
VEISTU 8 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDACUR 1. Hver leiðir stjórnarandstöðuna í Rússiandi? 2. Hver hefur stofnað fyrirtœkið Kozy vörur ehf. ásamt dóttur sinni? 3. Hvað heitir nýjasta kvikmynd Brad Pitt? SVÖR ZJOM PP°M ■£ uossnuSDiM jptfrsy iuidadn idxdiv ■i RAFMACNSLAUST Þúsundir manna eru án rafmagns og símasambands á þeim svæðum sem verst urðu úti af völdum stormsins á dögunum. híéttabiaðið/ap Eftirköst storms í Noregi: Þúsundir enn án rafmagns norecur Enn eru um 2.500 heim- ili án rafmagns í Norður-Noregi eftir að stormurinn Dagmar reið yfir landið um jólin. í samtali við fréttaveituna NTB segir upplýsingafulltrúi Statnetts að unnið sé hörðum höndum að því að koma dreifikerfinu aftur í gang, en um 5.000 voru án raf- magns framan af degi. A vef Aftenposten segir að um 20.000 heimili hafi verið án raf- magns í tvo sólarhringa eftir óveðrið. Skaðabætur eru í boði fyrir þau sem hafa verið án raf- magns í tólf tíma og hækkar stig af stigi eftir það. Mikil röskun varð einnig á fjarskiptum á þeim svæðum sem illa urðu úti. Aftenposten segir að rúmlega 21.000 farsímaáskrif- endur og 7.200 netáskrifendur Telnor hafi enn verið án sam- bands í gær. - þj Hætt verður að niðurgreiða fyrstu tæknifrjóvgun hjá fólki í sparnaðarskyni: Borga tæknifrjóvgun fullu verði heilbrigðismál Hætt verður að niðurgreiða fyrstu tæknifrjóvgun barnlausra para og einhleypra kvenna um áramót. Þá verður alfarið hætt að niðurgreiða tæknifrjóvgunarmeðferðir fyrir fólk sem á barn fyrir, en þátttaka Sjúkratrygginga í þeim tilvikum hefur verið 15 prósent af kostnaði. Sjúkratryggingar íslands greiða 65 prósent af kostnaðinum við aðra til fjórðu tæknifrjóvgunarmeð- ferð, ef fólk þarf á þeim að halda. Áætlað er að útgjöld Sjúkratrygginga íslands muni lækka um 30 milljónir króna á ári vegna þessara breytinga. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur gefið út reglugerð vegna þessa, en það er nauðsyn- legt þar sem enginn samningur er í gildi milli Sjúkra- trygginga og ART Medica, læknastofunnar sem sér um tæknifrjóvganir hér. Samningurinn rann út fyrr á EKKI NIÐURGREITT Þrjátíu milljónir króna munu sparast við breytingar á þátttöku í kostnaði við tæknifrjóvganir. NORCIPHOTOS/CETTY árinu og ekki náðust nýir samningar. Þá setti velferð- arráðherra reglugerð til bráðabirgða. Reglugerðin nú gildir út árið 2012. - þeb 1.173 bílará dag að meðaltali: Minni umferð um Víkurskarð SAMGÖNGUR Meðalumferð um Vík- urskarð verður líklega 1.173 bílar á sólarhring á þessu ári, sam- kvæmt áætlun Vegagerðarinnar. Umferðin hefur dregist saman um 6,6 prósent milli ára. Meira hefur dregið úr umferð um helgar en virka daga og dregur Vega- gerðin þá ályktun að einkaumferð hafi dregist hlutfallslega meira saman en atvinnutengd umferð. Aldrei hafa fleiri bílar farið um Víkurskarð en í júlí á þessu ári, þegar 89.208 bílar fóru þar um. - þeb Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð Tveir sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Kópavogs segja „hirð-endurskoðanda“ Samfylkingar, VG og Framsóknar með „algjörlega óraunhæft“ tilboð í endurskoðun fyrir bæinn. Fullyrðingar þeirra sagðar vera aðdróttanir. KÓPAVOGUR Tveir bæjarfulltrúar telja að Deloitte hafi boðið óeðlilega lágt til að tryggja fyrirtækinu endurskoðun fyrir Kópavogsbæ. Deloitte ætli hins vegar að bæta sér það upp með öðrum verkefnum hjá bænum. fréttablaðib/vilhelm KÓPAVOGUR Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætl- un bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðal- steinn Jónsson úr Sjálfstæðis- flokki bókuðu á sfðasta bæjar- stjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft“. Tilboð fyrirtækisins var 8,6 millj- ónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 millj- ónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu til- boð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrir- tæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörð- um króna og sé með 7.000 reikn- ingslykla. „Annaðhvort verður endurskoð- unin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna 'og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bók- uðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrir- tæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðal- steins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega til- boði lægstbjóðanda,“ bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirs- dóttir úr Lista Kópavogs- búa, Erla Karlsdóttir úr Næst- besta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athuga- semdir við framlag sjálfstæðis- mannanna tveggja. „Þær aðdrótt- anir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og ein- hverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera,“ bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokk- ur orðaskipti samþykkti bæjar- stjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Delo- itte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafs- son og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is CRJSPY [CWCMAir: LYNGHAGII GÆR Unnið var við snjómokstur I húsagötum I öllum hverfum Reykja- víkur í gær. fréttabuðið/stefAn Hátt í 30 snjómoksturstæki að störfum síðustu daga: Snjómokstur gengur vel samgöngur „Núna í dag [í gærj og síðustu tvo daga höfum við verið að vinna í húsagötunum og erum loks að ná tökum á þeim. Við telj- um að á morgun [í dag] takist okkur loks að ná yfir allt saman,“ segir Þorsteinn Birgisson, yfir- maður þjónustumiðstöðvar Fram- kvæmda- og eignasviðs Reykjavík- urborgar. Fjölmennur hópur starfsmanna Reykjavíkurborgar hefur unnið við snjómokstur síðustu daga en þegar mest lét voru rúmlega 30 snjóruðningstæki í notkun á götum og gangstígum. Snjókoma síðustu daga hefur hins vegar gert verk- efni þeirra erfiðara en í gærnótt var ekki snjókoma sem gerði hópnum kleift að hefja snjómokst- ur strax klukkan sex um morgun- inn. „Við höfum lagt mesta áherslu á stofnleiðir og strætisvagnaleið- ir þannig að húsagöturnar hafa orðið aðeins eftir. Við unnum hins vegar í öllum hverfum í gær og erum að ná tökum á þessu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að fjöldi fólks hringi inn daglega vegna slæmrar færðar í húsagötum. Hann segir fámennan hóp vera með læti en ilestir sýni starfinu mikinn skiln- ing og þolinmæði. Spurður hvort menn verði klárir í áframhaldandi mokstur haldi áfram að snjóa næstu daga segir Þorsteinn það alveg klárt, vaktin verði staðin. - mþi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.