Fréttablaðið - 29.12.2011, Page 16

Fréttablaðið - 29.12.2011, Page 16
FRETTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIIWIW' NÁTTÚRUHAMFARIR IJAPAN Hinn 11. mars varð jarðskjálfti úti af norðausturströnd Japans sem mældist 9 stig, sá stærsti sem orðið hefur þar á seinni öldum. (framhaldinu lagði risaflóðbylgja stóran hluta strandbyggðarinnar í rúst. Þar á meðal urðu miklar skemmdir á kjarnorkuveri I Fukushima. Meira en 18.000 manns létust og hundruð þúsunda misstu heimili sín. norordicphotos/afp i Kreppa, hamfarir, | byltingar og mótmæli Erlendar fréttir ársins 2011 hafa markast af náttúruhamförum, efnahagserfið- leikum og þjóðfélagsólgu, bæði í ríkjum arabaheimsins og kreppulöndum Vesturheims, eins og sjá má á myndum frá nokkrum helstu viðburðum ársins NÝTT RÍKIIAFRÍKU Ibúar Suður-Súdans fögnuðu ákaft 9. júlí þegar stofnun sjálf- stæðs ríkis var orðin að veruleika. Aðildarríki Sameinuðu þjóðanna eru þá orðin 193 talsins. NORDICPHOTOS/AFP BYLTINC I LlBlU Mynd af Múammar Gaddafí stungið í ruslagám ÍTripoli, höfuð- borg Líbíu, þar sem íbúar gerðu byltingu með aðstoð NATO. Nærri fjörutíu ára veldi Gaddafís féll i ágúst en hann náðist og var drepinn 20. nóvember. nordicphotos/afp flóð f TAÍLANDI Hátt á sjöunda hundrað manns hafa látið lífið í einum verstu flóðumTaílands, sem hófust síðla sumars, náðu hámarki í október og hafa enn ekki rénað til fulls. nordicphotos/ BIN LADEN drepinn Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden fannst í vor, nærri átta árum eftir 11. september 2001. Bandarískir sérsveitarmenn höfðu uppi á honum í bænum Abbottabad í Pakistan og drápu. Líkinu var hent í haíið. nordicphotos/afp SÆKIR UM AÐILD AÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, lagði í haust fram umsókn um aðild Palestínu að Sam- einuðu þjóðunum. Palestína fékk aðild að UNESCO í nóvember og Island varð í desember fyrst vestrænna ríkja til að viðurkenna sjálfstæði landsins. NORDICPHOTOS/AFP HRYÐJUVERKI NOREGI Anders Behring Breivik myrti 69 manns á ungliða- samkomu norska Verkamannaflokksins I Úteyju 22. júlí og átta manns að auki í sprengjuárás í Ósló sama dag. Nefnd geðlækna komst slðar að þeirri niðurstöðu að hann sé ekki sakhæfur vegna geðsjúkdóms. NORDICPHOTOS/AFP FRAMHALD Á SÍÐU 18 Á SJÚKRARÚMII DÓMSAL Hosni Mubarak var steypt af stóli I Egyptalandi 11. febrúar, eftir þriggja áratuga einræði. Réttarhöld yfir honum hófust 3. ágúst. Langvinnt kosningaferli hófst svo í byrjun desember. nordicphotos/afp ERLENDAR FRETTAIVIYNDIR ARSINS 2011

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.