Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR Aukið líf færist í Kauphöllina í lok árs hafa komið fram vísbendingar um aukinn þrótt á fjármálamarkaði. í desember fór fyrsta nýskráningin í Kauphöllina eftir hrun fram auk þess sem íslandsbanki gaf út sértryggð skuldabréf. Enn er þó lítil velta á hlutabréfamarkaði og ríkið allsráðandi á skuldabréfamarkaði. KAUPHÖLUN í DESEMBER Bjöllunni í Kauphöllinni var hringt tvisvar í desember eftir að hafa verið óhreyfð frá bankahruni. Á myndinni er Páll Harðarson (til hægri), forstjóri Kauphallarinnar, ásamt Finni Árnasyni, forstjóra Haga. fréttablaðið/ova FJÁRMÁLAMARKAÐIR Velta á hlutabréfamarkaði tvöfaldaðist á árinu 2011 en er þó enn einungis brot af þvi sem hún var fyrir hrun. Velta minnkaði á skuldabréfamarkaði á árinu 2011 þótt ágæta ávöxtun hafi verið að fá I verðtryggðum bréfum. fréttablaðið/pjetur FRÉTTASKÝRING Magnús Þorlákur Lúðvíksson magnusl@frettabladid.is Hinn 15. desember síð- astliðinn hófust við- skipti með bréf í Högum í Kauphöll- inni. Urðu Hagar þar með fyrsta fyrirtækið til að vera skráð í Kauphöllina frá banka- hruni. Sjö dögum fyrr lauk al- mennu útboði á 30 prósenta hlut í fyrirtækinu en seljandi var Eigna- bjarg, dótturfélag Arion banka. Eftirspurn eftir hlutunum reynd- ist mikil og tóku um 3.000 aðilar þátt í útboðinu. Bárust tilboð fyrir um 40 milljarða króna, sem er átt- falt hærri upphæð en sem nemur verðmæti hlutarins, sem var seld- ur á 4,9 milljarða króna á genginu 13,5, auglýstu hámarksgengi. „Þessi áhugi staðfestir það sem við höfum fundið; að það er mik- ill áhugi hjá fjárfestum að koma inn á hlutabréfamarkað. Þeir eru orðnir óþreyjufullir að fá fleiri fjárfestingarkosti og þessi skrán- ing skemmir auðvitað ekki fyrir,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og heldur áfram: „Þetta er líka gleðilegt fyrir okkur í Kauphöllinni. Það má segja að þetta ár hafi markað ákveðin kaflaskil hjá okkur, þar sem hlut- irnir hafa virkilega farið að ger- ast á bak við tjöldin. Mikill undir- búningur hefur verið unninn við að búa í haginn fyrir nýskráning- ar og nú sjáum við þá vinnu bera ávöxt þótt næsta ár verði vissulega viðburðaríkara." Búist er við fjölda nýskráninga í Kauphöllina á næstu misserum en talið er að á annan tug fyrirtækja hafi áhuga á skráningu á næst- unni. Þannig er stefnt að því að á bilinu 40 til 50 félög veröi skráð í Kauphöllinni árið 2015. „Við reiknum með því að á fyrri hluta ársins komi inn fjárfesting- arfélögin Horn og Reginn. Síðan hafa Nl, Eimskip, Reitir og Skýrr tilkynnt skráningarfyrirætlanir opinberlega. Og við vitum að fleiri eru að huga að þessum kosti mjög alvarlega en hafa kannski ekki tilkynnt sín áform opinberlega,“ segir Páll og bætir því við að fimm eða fleiri skráningar gætu átt sér stað á árinu 2012 og svo yrði þeim dampi haldið áfram inn í árið 2013. Það var þó ekki einungis á hluta- bréfahliðinni sem aukið líf færð- ist í Kauphöllina. Rúmri viku áður en viðskipti hófust með Haga var bjöllunni í Kauphöllinni nefnilega einnig hringt, í fyrsta sinn frá bankahruni. Var tilefnið útgáfa ís- landsbanka á sértryggðum skulda- bréfum. Voru það fyrstu verðbréf- in sem fjármálafyrirtæki gefur út eftir hrun. Fékk bankinn heimild fyrir útgáfu skuldabréfa að verð- mæti 10 milljarða króna eh gaf út bréf að verðmæti 4 milljarða. Innlán hafa verið undirstaða fjármögnunar íslensku bankanna frá hruni en allir stefna þeir að því að fá aukna breidd í fjármögnum. Þannig hyggst Arion banki feta í fótspor íslandsbanka og gefa út skuldabréf á alþjóðlegum markaði á næsta ári. í útgáfu Islandsbanka voru bréfin seld til breiðs hóps fag- fjárfesta en eftirspurn var talsvert umfram framboð. Páll Harðarson segist eiga von á því að fleiri fyrir- tæki fylgi í kjölfarið. „Það er þó að vissu leyti erfiðara að spá fyrir um þróun á skulda- bréfahliðinni. Ríkið mun áfram gefa út en það verður sennilega í minni mæli en í ár, þar sem fjár- þörf ríkisins er að minnka. Á fyrirtækjahliðinni er eiginlega ótrúlegt annað en að hlutirnir komist á skrið samhliða annarri þróun á fjármálamarkaði," segir Páll og bætir því við að aðdrag- andi skuldabréfaútgáfna sé yfir- leitt talsvert .styttri en nýskrán- inga á hlutabréfum. Þá bætir hann við að Kauphöllin stefni að því að kynna ýmsar nýjungar á skulda- bréfamarkaði á næstunni, sem stuðli vonandi að meira lífi. Enn lltið að gerast (hlutabréfunum Einungis sex fyrirtæki mynda nú úrvalsvísitölu íslenska hlutabréfa- markaðarins; Icelandair, Marel og Össur ásamt þremur færeyskum fyrirtækjum. Hinn 2. janúar næst- komandi koma Hagar hins vegar inn í vísitöluna í stað færeyska flugfélagsins Atlantic Airways. Heildarmarkaðsvirði þessara fé- laga eru rúmir 250 milljarðar. Vísitalan stóð rétt fyrir jól í 915,5 stigum og hafði þá lækk- að um 1,6 prósent frá ársbyrj- un. Þótt sú lækkun bendi til við- burðalítils árs hefur gengi fyrir- tækjanna verið ólíkt. Þannig hefur hlutabréfaverð Icelandair Group hækkað um 63,8 prósent á meðan BankNordik hefur lækkað um 43,0 prósent. Hlutir í Marel hafa eins hækkað um 24,5 prósent á árinu en hlutir í Össuri lækkað um 6,9 prósent. Velta á hlutabréfamarkaði var samtals rúmir 57 milljarðar á árinu út nóvember. Tvöfaldaðist veltan frá árinu áður en er þó enn aðeins brot af veltunni fyrir hrun. Væntar nýskráningar munu lík- lega stuðla að meiri veltu en ljóst er að hlutabréfamarkaðurinn getur vaxið talsvert áður en hann fer að reisa sér hurðarás um öxl. Skuldabréfamarkaðurinn líflegri Skuldabréfamarkaðurinn hefur verið talsvert líflegri en hluta- bréfamarkaðurinn síðustu misseri FRETTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN UFIÐ SJONVARP TAKTU VISI Á HVERJUM M0RGNI! visir / ‘Rá^Lbjdu't (Lxi^iíajnmtu af frdttum og fjórofni visir FJARMALAMARKAÐIR Skuldabréfavísitölur 3. jan. '08 3. jan.'09 3. jan.'10 3. jan.'11 Vikuleg velta á skuldabréfamarkaði i milljö. króna 150 120 fN CN <N ÍN <N Þróun hlutabréfamarkaðar 2004 til 2011 o O zz ~ m ZZ := O o O O O O o <N (N fN fN CN 04 fN O (vj CN «X> 00 Ö (N <N fN <N T"; (N fN 1 ■— '— •— <N * Oamla ún/alsvlsitalan (v. ás) ■ Úrvalsvlsitala verðvlsitala (OMX16) (v. ás) 500 ■ Mánaðaiíeg velta I milljörðum króna (h. ás) Þróun hiutabréfamarkaðar 2009 til 2011 Úrvalsvísitala verðvlsitala .-.......... 1.200 •20 HEIMILD: SEÐLABANKIISLANDS og velta margföld. Fyrstu ellefu mánuði ársins 2011 var mánaðar- leg velta 218 milljarðar króna að meðaltali. Það er þó heldur minni velta en í fyrra, þegar hún var 236 milljarðar á mánuði. Heild- armarkaðsvirði skráðra skulda- bréfa er um 1.820 milljarðar króna og óx markaðurinn um tæpa 130 milljarða á árinu. Langstærstur hluti markaðarins eru skuldabréf útgefin af ríkissjóði eða íbúða- lánasjóði. Lítill hluti eru bréf út- gefin af sveitarfélögum og Lána- sjóði sveitarfélaga og þá eru við- skipti með fyrirtækjabréf hafin aftur í mýflugumynd eins og áður var vikið að. Alls voru nýir skuldabréfaflokkar skráðir fyrir 116 milljarða á árinu en auk þess voru eldri flokkar stækkaðir um 230 milljarða. Á fyrri hluta árs 2011 lækkaði verð á meðallöngum og löngum óverðtryggðum ríkisskuldabréf- um nokkuð en á haustmánuðum snerist þróunin við. Verð á stutt- um óverðtryggðum ríkisskulda- bréfum sveiflaðist nokkuð fyrri hluta árs án þess að víkja lengi frá stöðunni í upphafi. í ágúst lækkaði verðið hins vegar skarpt í tengslum við ákvörðun peninga- stefnunefndar Seðlabankans um að hefja vaxtahækkunarfasa. Verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs og íbúðalánasjóðs hafa hins vegar hækkað nokkuð í verði á árinu, ekki síst síðustu mánuði. Þann- ig hefur tíu ára vísitalan hækkað um meira en 16 prósent á árinu og fimm ára vísitalan hefur hækkað um 18 prósent. Áfram er búist við þ.ví að hiti og þungi viðskipta á skuldabréfa- markaði verði með ríkisskulda- bréf þótt bundnar séu vonir við að fyrirtækjaútgáfum fjölgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.