Heimilisritið - 01.03.1943, Page 6
Þegar einhver heldur því fram, að
hann hafi borið kvenmann á bakinu
þrjár mílur, hvort sem það nú er í
björtu eða dimmu, og þegar það svo
bætist við, að kvenmaðurinn þekkir
burðarmanninn ekki aftur, þá bend-
ir allt til þess, að atburðurinn sé gott
efni í sögu. En þegar kvenmaðurinn
er sjálf Lady Sylvia Clavering og
karlmaðurinn slíkur sem sessunaut-
ur minn, þá verða líkindin að stað-
reynd.
Merton er maður, sem erfitt er að
lýsa. Varla eru margir staðir til í
heiminum, sem hann þekkir ekki
eins vel og fæðingarbæ sinn. Hann
veit deili á öllu og ber skyn á allt.
Við þekktumst fremur lítið, þegar
þetta gerðist, en þó hafði ég komist
að raun um það, að hann kunni að
segja frá og var hreinskilinn í hví-
vetna.
— Blessaðir segir mér nánar frá
þessu.
Hann hikaði andartak og varð
hugsandi á svip.
— Ég held að það sé ekkert því
til fyrirstöðu, svaraði hann hægt.
Það eru tíu ár síðan það gerðist.
— Var það ekki einmitt um það
bil þegar hún giftist? spurði ég.
Hann kinnkaði kolli. — Hún var
einmitt að eyða hveitibrauðsdögun-
um. Jæja, ef yður langar til þess að
heyra um þetta allt, þá er bezt að
við förum í klúbbinn minn.
— Já, já, það skulum við gera,
sagði ég. Við skulum fara strax.
Svo borgaði ég reikninginn og við
hröðuðum okkur í klúbbinn.
— Eruð þér nokkuð kunnugur í
Afríku? spurði hann, þegar við vor-
um seztir og höfðum dregið hæg-
indastólana okkar að arinum. Við
vorum einir í herberginu.
— Eg hef komið til Egyptalands
og dvalið stuttan tíma í Suður-
Afriku. Annað ekki.
— Jamm. Þetta skeði á Vestur-
strönd Afríku, í brezkri nýlendu,
sagði hann þegar hann hafði komið
pípunni sinni í lag. Og þó ég hafi
dvalið á mörgum misjöfnum stöðum
um ævina, hefi ég aldrei komið í
annað eins hundabæli — nokkúr
kofaskrifli niður við sjó meðfram
rykugum götum
— Um það bil þrjár mílur upp
frá þorpinu var fúl mýri, er var eins
og upphitað rúm fyrir malaríusýkla.
Um þessar mýrar lá vegurinn frá
þorpinu og að lágum hæðum. Það
er naumast hægt að tala um veg,
því að oft virtist manni hann glatað-
ur. Og flugurnar sveimuðu eins og
ský, þar til komið var upp á hæðirn-
ar.
Merton glotti.
— Mér er yfirleift ómögulegt að
skilja, hvernig nokkur hvítur maður
gat haldið lífi þar stundinni lengur.
Og sannleikurinn er sé, að þeir voru
fáir, sem það gerðu.
Eina orsökin til þess að Nwambi,
eins og þorpið var nefnt, hafði
risið upp, var sú, að þama var
sæmileg höfn. Loftslagið var
skárra þegar komið var Upp fyr-
ir mýrarnar. Hinir innfæddu áttu
töluverð viðskipti í Nwambi, og
4
HEIMILISRITIÐ