Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 7
V nokkrir kaupmenn höfðu látið reisa sér hús uppi á hæðunum, þar sem loftslagið var betra en í þorpinu. Það vildi nú þannig til, að ég varð veitingamaður um nokkum tíma í eina barnum, sem var í þorpinu. Þegar ég hafði nýtekið við starfinu, kom Skoti nokkur inn, McAndrew að nafni. — Þú ert nýr, sagði hann og hall- aði sér fram á afgreiðsluborðið. — Hvar er sá, sem var hérna á undan þér? Er; hann dauður? — Sennilega, sagði ég. Hvað vilt þú helst? — Gin, tvöfaldan skammt. Hvað heitirðu? Eg sagði honum það. Hann drákk úr glasinu og sagði svo: — Eg aðvaraði fyrirrennara þinn og ég ætla að aðvara þig líka. Skiptu þér sem minnst af húsbónda mín- um. Sleppum nafninu! Ráddu honum fyrir alla muni ekki frá því að drekka, því að þá drepur hann þig. Hann drepur sjálfan sig, en það kemur honum einum við. Þú skalt yfirleitt vera á verði gagnvart hon- um, því hann svífst einskis. Þessi staður er heldur ekki heilsubætandi. Hann hafði varla lokið við síðasta orðið, þegar dyrunum var hrundið upp og inn skálmaði hár og grannur maður. Hann hafði augngler fyrir öðru auganu, var í silkiskyrtu og ný- burstuðum poloskóm og hatturinn hans var tandurhreinn. Yfirleitt var hann óvenju hreinræktaður Eng- lendingur að sjá. — Húsbóndi minn, sagði McAnd- rew. „Húsbóndinn" horfði á mig andar- tak. Svo ypti hann öxlum. — Þú lítur út fyrir að vera heil- brigður. Þú getur ekki verið það til lengdar héma. Tvöfaldan gin — og einn handa þér sjálfum. Hann talaði hægt, jafnvel hálf- drafandi. Á meðan ég hellti í glösin virti ég hann nákvæmlega fyrir mér. Þegar hann kom inn hafði mér virst /íann vera ungur maður, en nú var ég í vafa. Augun voru svo þreytu- leg, að þau gátu naumast verið ung. Ef það var satt, að hann væri að drepa sig á drykkju, varð það að minnsta kosti ekki markað af and- liti hans, og þegar hann lyfti glas- inu skalf höndin ekki vitund. En ég gleymi aldrei augimum. f þeim var skráður hinn bitrasti kaldrani og hin örvingluðustu leiðindi allra hel- heima. Slíkt er ekki gott fyrir nokk- urn mann að geyma, sízt rúmlega þrítugan mann, eins og ég síðar komst að raun um að hann var. IV/IERTON þagnaði og dreypti á sjússglasinu sínu. — Ég uppgötvaði aldrei hið rétta nafn hans. Hann var venjulega nefndur James eða Jimmy, því að hann skrifaði sig J. Hann gegndi því nafni og það var mest um vert. Eg held að hann hafi aldrei fengið bréf og aldrei lesið blöð, og ég býst við því, að enginn hafi kynnst hon- um þama eins vel og ég. Hann kom HEIMILISRITIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.