Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 8
hvern einasta morgunn klukkan ell-
efu, stundvíslega, og fékk þrjú tvö-
föld ginstaup. Stundum sagði hann
nokkur orð, með hinum viðfeldna
semingi sínum. En oftar sat hann
þögull og einn við borð, teygði fram
fæturna og horfði út á hafið. En
hvaða morgunn sem var, mátti
spegla sig í skónum hans.
Þegar ég hafði verið þarna eitt-
hvað mánaðartíma, man ég eftir því,
að ég sagði einu sinni við hann, þegar
hanh' kom að afgreiðsluborðinu eft-
ir þriðja snafsinum:
— Það hlýtur að taka skolli langan
tíma að bursta skóna sína svona vel
á hverjum morgni. Er það ekki
James?
— Jú, svaraði hann, beygði sig yf-
ir borðið beint fyrir framan mig og
leit í augu mér. Hefurðu nokkuð
frekar að segja um útlit mitt eða
klæðnað?
Hann er svo hvatskeytslegur að
mér brá.
— James, sagði ég, mig varðar
ekki vitund um útlit þitt. Og fyrst
við erum tveir einir, siðmenntaðir
menn, hérna inni í fyrsta flokks ný-
tízku hóteli, þá skulum við ekki vera
að rífast.
Hann glotti letilega.
— Heldurðu ekki? sagði hann.
Gæti skemmt okkur. Jæja, kannski
það sé rétt hjá þér.
Og dagamir liðu, hver öðrum
verrj. Það kom fyrir að ég bölvaði
við borðið mitt, eins og götustrákur.
En ég heyrði James aldrei bölva.
Hann var ávallt kaldur, háðskur,
óaðfinnanlegur og ómannblendinn.
Líklega var það rétt af honum —
sennilega hafa örlögin verið honum
svo þungbær, að tilgangslaus blóts-
yrði voru lítils virði.
Eg held að það hafi einungis kom-
ið fyrir í eitt skipti, er við töluðum
saman, að hann vék talinu ofurlítið
að sér. Það var síðla kvölds og við
voru tveir einir eftir. Eg var að fár-
ast yfir því, að það skyldi hafa hent
mig það ólán, að lenda á þessum
hryllilega stað peningalaus með öllu.
Og eftir nokkra stund sagði hann:
— Myndi þér nægja eitt þúsund?
Eg starði á hann orðlaus. — Þús-
und pund? stamaði ég.
— Já, ég ímynda mér að ég geti
útvégað þér þau. Hann einblíndi
beint fram fyrir sig. — Þó veit ég
það ekki. Eg er farinn að venjast
þér og þú verður að vera hérna eitt-
hvað lengur. Við skulum athuga
málið.
— En í guðanna bænum, hrópaði
ég, áttu við það, maður, að þú dvelj-
fir hérna þrátt fyrir það að þú get-
’ur rétt hendina út eftir þúsund sterl-
■ingspundum?
— Það er engu líkara. Finnst þér
það ekki? Hann hellti í glasið sitt.
,;Það hefur litla þýðingu, hvar þú
dvelur, Merton, þegar þú getur ekki
verið þar, sem þú myndir selja vist-
arvon þína í Himnaríki fyrir að fá
að vera. Og líklega er bezt að velja
þann stað, þar sem styzt er að enda-
lokunum.
Hann teygaði glasið í botn og gekk
út.
6
HEIMILISRITIÐ