Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 9

Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 9
AÐ VAR um það bil þremur mán- uðum eftir komu mína til þorps- ins, að sá atburður gerðist, sem ó- beinlínis orsakaði dauða Jimmys. Eins og ég sagði, bjuggu nokkrir „Dago“kaupmenn uppi á hæðunum fyrir ofan þorpið. Þetta kvöld höfðu þrír þeirra kom- ið í þorpið í verzlunarerindum. Einn þeirra hét Petro Salvas og var eitt- hvert viðbjóðslegasta dýrið, sem ég hef séð skapað í mannsmynd; þótt hann væri skynsamur vel. Þeir kumpánamir sátu við borð út við dyr, þegar Jimmy kom inn. Þeir voru orðnir alldrukknir og mér duttu í hug aðvaranir McAndrews. Jimmy stóð við borðið hjá mér, en Dagoarnir voru í æstum samræðum. Skyndilega stóð Petro Salvas upp og nálgaðist barborðið. — Ef jafnauvirðilegur maður og ég, muldraði hann, má leyfa sér að ávarpa svona ákaflega drembinn Englending, myndi ég mælast til þess að hann dreifði ekki myndum af ástmeyjum sínum út um götum- ar. Hann hélt á einhverju í hendinni og Jimmy leitaði leiftursnöggt í brjóstvasa sínum. Eg gat greint, a3 Salvas hélt á lítilli stúlkumynd í hendinni, en svo sá ég því nær ekk- ert fyrr en Dagoinn var að skríða úr flöskubrotum á gólfinu og Jimmy að stinga myndinni í vasa sinn. Þó hafði ég grun um að hnefahögg Jimmys hefðu verið geysisnögg og þung. En Pedro Salvas var varla staðinn upp, þegar ég heyrði skothvell og fann þytinn af hnífi, er stakkst í vegginn skammt frá mér. Það varð dálítil þögn. Jimmy stóð með rjúkandi skammbyssu í hend- inni og hægri handleggur Salvas var alblóðugur. Allir voru í vígahug. — Næst skýt ég til þess að drepa, sagði Jimmy og hann meinti það. Hann var náfölur um nasir og það er ávallt hættumerki, einkum ef maður er með skammbyssu. — Látið þið hnífana á borðið, úr- hrökin ykkar, skipaði Jimmy. Þeir hlýddu og hann hló fyrirlit- lega. —: Farið þið nú út og fáið ykk- ur hreint loft. Salvas náði valdi á skapi sínu og sagði þvöglulega: — Þér eruð hraustur herra minn, þegar þér standið með hlaðna skammbyssu fyrir framan óvopnaða menn. Jimmy gekk í tveimur skrefum að borðinu, henti byssunni í mig og tók hnífana tvo sem lágu á borðinu. — Eg skal berjast við þig núna Salvas, sagði hann rólega. Við höf- um hvor sinn hníf og hættum ekki fyrr en í fulla hnefana. En Dagoinn gugnaði og svei mér þá, ég lái honum það ekki. Því að ef nokkur maður var brjálaður, þá var Jimmy það þetta kvöld. Og honum var algerlega sama um hver úrslitin yrðu. — Eg fer ekki í áflog við drukkna Englendinga inni á vínstofum, sagði Salvas og gekk út með hina á hæl- um sér. En Jimmy hló kuldahlátri á eftir þeim. HEIMILISRITIÐ 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.