Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 19
Lava-He, nema Vao drottning bjóði
svo. Kom og seg mér frá því, sem
gerizt í hinum dularfulla heimi hin-
um megin við hafið, ó, þú ókunni
maður!“
Hún lagði höndina á handlegg
\
hans. Bruce vék aftur á bak og
sagði ákveðinn:
„Eg er ekki sá eini sem öldurnar
köstuðu á land á Lava-He, drottn-
ing!“
Vao leit upp og horfði í fyrsta
sinn á stúlkuna, sem stóð á milli
tveggja svertingja, titrandi eins og
lauf í vindi og starði með augun
galopin af skelfingu á hina hvítu
drottningu.
í fyrsta skipti veitti Vao henni
nú eftirtekt. Á broti af sekúndu
hvarflaði augnaráð hennar um
grannan vöxt hennar, og föla smá-
gerða andlitið, sem var umgirt
þykku, dökku, stuttkliptu hári. Svo
ypti hún öxlum.
„Eg þarfnast hennar ekki“, sagði
hún kæruleysislega, „það er alltof
mikið af kvenfólki á Lava-He.“
Hún kipptist við þegar maðurinn
snerti snögglega handlegg hennar.
„Mér hefur verið trúað fyrir þess-
ari stúlku, drottning — hún er sú,
sem ég ætla að giftast, án hennar
myndi ég fremur kjósa dauðann en
lífið.“
Vao leit hvössum augum á hann
og næstum ósýnilegum, tvíræðum
skugga brá yfir svip hennar. At-
h.vgli hennar beindist aftur að stúlk-
unni, og í þetta skipti bar augna-
ráð hennar ekki vott um, að henni
stæði á sama um hana, svo ypti
hún aftur öxlum.
„Nú, jæja“, sagði hún og sneri
sér að stóra manninum sem hún
kallaði Make-ci-ia.
„Farðu með hana upp í kvenna-
bústaðinn."
„Getur hún ekki dvalið í yðar
nærveru, drottning?“
Vao hnyklaði hinar bogadregnu
augnabrúnir sínar.
„Eg hef sagt þér, að ég þarfnast
hennar ekki“, sagði hún óþolinmóð.
„Það er of mikið af kvenfólki á
Lava-He. Þær eru illviljaðar. Þær
valda mörgum erfiðleikum. En fyrst
þú óskar þess, skal verða séð fyrir
henni í bústað kvennanna.“
Hún þagnaði, en .þegar hún sá á-
hyggjusvipinn á hvíta manninum,
bætti hún við hughreystandi:
„Það skal verða séð vel fyrir
henni — því lofa ég.“
„En —“
Vao klemmdi skyndilega fast sam-
an varirnar og það komu hættulegir
gneistar í augu hennar.
„Hver ert þú sem andmælir Vao
hinni almáttugu?“ spurði hún eftir
örstutta þögn. „Viltu þá þrátt fyrir
allt, að ég drepi þessa konu, ósvífrii
ókunni maður? Eg hef sagt, að hún
fái góða meðferð í bústað kvenn-
anna, og ég er Vao!“
Rödd hennar hækkaði er hún
mælti siðustu orðin og hinn granni
líkami hennar virtist titra af með-
vitundinni um það vald, sem hún
hafði. Á þessari stundu var hún
drottningin, mikilfengleg í mætti
HEIMILISRITIÐ
17