Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 27

Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 27
og vöktu í hjarta hennar hryllilega braeði gegn stúlkunni sem nú var að komast til meðvitundar og stóð þama lítil og veikbyggð, en samt var óyfirstíganlegur múr á milli þeirra. . Hún réðist skyndilega að Dolores, tók í axlir hennar og hristi hana. Svo var eins og hún stirðnaði allt í einu upp og hún starði á lítinn róðukross, sem hafði fallið á gólf- ið. Hún tók hann upp skjálfandi og sá, að andlit mannsins á krossinum var mjög svipað mannsins, er var á krossinum sem hún bar á brjóst- inu. Titrandi röddu sagði hún: „Hvernig hefur þú fengið þetta?“ Dolores svaraði eftir augnabliks- þögn og henni fannst eins og rödd úr dularheimum undirmeðvitundar- innar hvíslaði orðunum að sér um leið og hún sagði þau: „Það var gjöf frá guðunum — ó, drottning“. Bruce þýddi orð þeirra. Vao varð eins og steingjörvingur í framan. Hún horfði án afláts á róðukrossinn, riðaði á fótunum og opnaði og kreppti hnefann á vixl. „Gjöf frá guðunum," sagði hún hvít sem mjöll. „Hið heilaga tákn“. Hún leit til Bruce og hann las úr augum hennar slíka örvæntingu, að hann varð hrærður. „Guðirnir hafa talað,“ sagði hún og röddin var brostin. „Þessi stúlka er drottning eins og ég er drottning og ég vissi það ekki. Og þú — þú ert ekki ætlaður mér‘. Seinustu orð hennar heyrðust vart fyrir grátklökkva og hún fól andlitið í höndum sér. Á meðan hún stóð þannig, kom Make-ci-ia auga á róðukrossinn. Hin stóru augu hans þöndust út, hann færði sig nær, hélt niðri í sér andanum, snerist á hæli og hrópaði upp eitt einasta orð, sem varð þess valdandi, að allir hinir innfæddu féllu á kné. Allt í einu hóf Vao upp höfuðið. Það sáust engin tár í augum hennar, það sást aðeins ofurlítill skjálfti í munnvikjunum. Hún mælti til Make- ci-ia rólega: „Kveiktu markeldinn á fjallstind- inum, svo að skip, sem fara hér um, sjái hann, og flytji þessi tvö aftur til landsins sem þau ei/a“. Og þegar Make-ci-ia var farinn, snéri hún sér að Bruce með kon- unglegu fasi og sagði kuldalega: „Stutta stund verður þú að dvelja ennþá á Lava-He ókunni maður. En strax og skip kemur í nánd við eyjuna, muntu fara með því“ Rödd hennar skalf og hún sneri sér hnarreist frá honum og bjóst til að ganga á braut. Allt í einu stökk Dolores fram „Vao!“ sagði hún aðeins, og það voru tár í rödd hennar og augum. Eitt andartak stóð drottningin kyrr og það var eins og allt það illa, grimma og villta í eðli hennar brynni úr augum hennar. Svo sagði hún þrjú orð, sem nagaði sig eins og brennandi sýra inn í meðvitund bæði Bruce og Dolores. HEIMILISRITIÐ 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.