Heimilisritið - 01.03.1943, Síða 28
„Eg hata ykkur!“ Og án þess aÖ
virða þau fremur viðlits, gekk hún
út úr viðtökusalnum.
VÖLDIÐ eftir lá skip fyrir akk-
erum hjá Vulutanganum á
Lava-He. Lífvörður drottningarinn-
ar og hópur annarra innfæddra
manna stóð á ströndinni og kvaddi
hvíta manninn og hvítu konuna, sem
voru að fara í lítinn bát er sendur
hafði verið frá skipinu, til þess að
sækja þau.
Þegar báturinn lagði frá landi,
hófu hinir innfæddu spjót sín og
skildi á loft í síðustu geislum kvöld-
sólarinnar. Bruce þrýsti Dolores þétt
að sér og kyssti hárlokka hennar.
„Guði sé lof. Við erum loksins
komin burt frá þessum stað og þess-
ari hræðilegu konu“, hvíslaði hann.
„Hún kom ekki til þess að kveðja
okkur", sagði Dolores, „en sjáðu
Bruce — þarna er hún — þarna
uppi!“
Bruce leit upp og horfði þangað
sem hæðir Volulutangans gnæfðu
hæst við himinn. Þar stóð hún þögul
og kyrr eins og hún væri höggvin
úr steini. Mynd þessarar fögru konu
mótaðist skýrt við koparrauðan
himininn. Hún hélt höndum fyrir
augu, vegna birtu hinnar sökkvandi
sólar, og horfði til þeirra. Ósjálf-
rátt lyfti Bruce annarri hendinna og
veifaði.
Myndin uppi á hæðarbrúninni
lyfti hægri hendinni, en aðeins ör-
litla stund. Það var eins og hand-
leggurinn hefði orðið máttlaus jafn-
skjótt og hann lyftist.
Hin þögla ljósleita vera gnæfði
við húmblæjur hverfandi sólarelds.
Þau sáu veruna hreyfa sig, hefja
hendurnar til himins í ástríðuríkum
sársauka, standa andartak í þeirri
stöðu, hníga síðan máttvana til
jarðar, og liggja svo eins og and-
vana á jörðinni.
Varir Dolores skulfu.
„Veslings Vao,“ hvíslaði hún,
„vesalings hvíta, vilta drottning“.
Og hitabeltisnóttin breiddi möttul
sinn yfir hafið og huldi Lava-He og
konuna sem lá á naktri jörðunni í
konungsríki sínu og grét, grét eins
og einungis hvít kona getur grátið,
kyrrlátt, ástríðulaust, vonlaust.
Láttu ekki svona, Jón!
Hversvegna leitar þú ekki til skrif-
stofustúlkunnar þinnar, eins og for-
stjórar eru vanir?
26
HEIMILISRITIÐ