Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 31
heyrt að Downing væri frekur
við kvenfólk.
Á meðan hún lagfærði kjólinn,
sem þrýstist að grannvöxnum líkama
hennar, gekk Downing með þjón-
inum út úr forsalnum. En hann kom
von bráðar aftur og horfði ánægður
og brosandi á Jolette Jeffreys, eins
og hún væri fágætur listmunur, sem
hann hefði keypt til þess að skreyta
stofuna með.
„Ito segir að kvöldverðurinn sé
tilbúinn", sagði hann. „Má ég fylgja
yður inn í borðstofuna?"
Hann lagði spikaðan handlegginn
utan um mitti hennar, en hún vék
undan í flýti.
„Þér megið ekki láta svona.“
Hún reyndi að hlæja til þess að
að vera varkár. Hún hefði aldrei
árætt í ferðalagið, ef öll sund hefðu
ekki verið lokuð. En hún gat ekki
þolað atlot þessa roskna og gróf-
gerða auðkýfings. Samt hafði
hún ekki efni á því að móðga millj-
ónamæring, sem sagður var ráða
miklu hjá kvikmyndafélögunum.
„Ekki of köld — ekki of feim-
in“, sagði hún við sjálfa sig. Hann
settist við hlið hennar við borðið,
en ekki andspænis henni, og flutti
sig smátt og smátt nær henni.
Kvöldverðurinn hófst með eocktail,
smurðu brauði, styrjuhrognum og
rjómarétti. Svo kom hver rétturinn
öðrum betri.
Jolette vék sér svolítið til hliðar,
þegar Downing var kominn svo
nærri henni, að hún fann hné hans
snerta sig. Hún fór að tala um
skrautið á borðinu og kræsingamar.
„Ekkert er of gott eða vandað
handa yður,“ sagði hann. „Eg sagði
Ito, að hann mætti ekkert spara í
kvöld."
Jolette þorði ekki að drekka nema
lítið af kampavíninu. Hún hafði
heyrt sögur af stúlkum, sem hefðu
drukkið of mikið, þegar þær voru
einar með karlmönnum. Hugsunin
varð að vera skýr.
„Eigum við ekki að snúa okkur að
því, sem við ætluðum að tala um“,
sagði Jolette í léttum tón. „Eg má
ekki vera lengi, því að þá verður ótt-
ast um Jolette litlu.“
„Jolette er fallegt nafn“ sagði
Downing ofurlítið loðmæltur. Hann
hellti í sig hverju koníaksstaupinu
á fætur öðru.
„Vínið veitir augum yðar gljáa og
mýkir hjarta yðar, Jolette Jef-
freys!“
„Eg heiti Jolette", sagði hún, „en
Jefferson hljómar betur en Jeffreys,
í kvikmyndum, finnst yður það
ekki?“
„Kvikmyndir! Alltaf þessar fjand-
ans kvikmyndir!" hreytti Downing
út úr sér. „Þér viljið helst ekki tala
um annað en kvikmyndir."
„Nú, en þér lofuðuð mér að tala
við mig um það, hvernig þér gætuð
hjálpað mér, ef ég kæmi hingað til
kvöldverðar. Og það veit sá sem
allt veit, að ég þarf að fara að vinna.
Óheppnin hefur elt mig.“
„Já, þér eigið það sannarlega skil-
ið, að eiga góða daga“, sagði Down-
ing. „En segið mér nú meira frá yður
HEIMILISRITIÐ
29