Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 33

Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 33
kominn. Það er eins hægt að búast við henni á morgun, eins og eftir hálfan mánuð. Hún heldur víst að hún geti heillað þennan peningalitla enska aðalsmann, méð því að flagga með auðæfum mínum og frægð sinni. En það er þó alltaf eitt gott við það að Irma er fjarverandi, og það er það, að ég get gert eitthvað fyrir yður, skiljið þér við hvað ég á?“ „Nei, ekki vel“, sagði Jolette, en hún skildi hann alltof vel. „Kæra vina mín! Þér hljótið að skilja! að ef ég á að gera eitthvað fyrir yður, þá verð ég að fá eitthvað fyrir fyrirhöfnina.“ Hún roðnaði og fölnaði á víxl. Hún greip kampavínsglasið og dreypti á því, til þess að geta horft ofan í það. f kvöld fannst henni eitthvað óheil- brigt og andstyggilegt í fari þessa manns. Að vísu hafði hann aldrei heillað hana, langt frá því. Hún hafði orðið að þvinga sig til þess að koma hlýlega fram við hann. Nú var hann skyndilega svo ruddalegur. Hann var gjörbreyttur og hún fann til óljósrar hræðslu. Skyldi hann hafa drukkið of mikið? Hann virtist vera taugaveiklaður og í augum hans var geðveikisglampi. Hún sagði stillilega: „Eg verð yður mjög þakklát fyrir allt sem þér gerið fyrir mig.“ 2. kapítuli. Downing ræskti sig. Hann smeygði tveimur fingrum inn undir flibbann, eins og hann væri of þröngur. „Þakklæti er ekki nóg — langt frá því,“ mælti hann. „Ef þér viljið að ég sé góður við yður, verðið þér að vera góðar við mig.“ „Er ég kannski ekki góð að koma hingað með yður í kvöld?“ „Það er nú ekki fullreynt. — En heyrið þér nú, fallegasta stúlkan sem ég hef séð! Eg hef vafd til þess að koma þyí til leiðar að Vougham láti yður fá hlutverk. Eg skal sjá um að það verði ekki mjög lítið og að kaupifr verði að minnsta kosti 100 dollarar á viku.“ „Það er fyrst og fremst atvinnan sem ég hef áhuga á, og hundrað doll- arar á viku eru heil auðæfi fyrir mig, eftir það sem ég hef orðið að þola síðustu mánuði!4' sagði Jolette. „Það eru áreiðanlega þúsundir ungra stúlkna í Hollywood, sem hugsa svona, en mér kemur það bara ekkert við,“ sagði hann. „Ef okkur kemur vel saman getur verið að ég geti með tímanum gert filmstjörnu úr yður. Eg hef peningana, hitt verð- ið þér að sjá um. Skiljið þér mig?“ Hún vissi hvað fyrir honum vakti. Hún vonaði að þjónninn kæmi, svo að hún fengi umhugsunarfrest. Fyrir einu ári hafði Jolette verið eins og flestar ungar stúlkur í litl- um kaupstöðum, einungis dálítið fallegri og betur gefin en hinar. Hún heyrði svo marga tala um fegurð sína og um að hún ætti að verða filmdís, að hún var farin að trúa því sjálf. Eini vandamaður hennar var stjúpi hennar, sem hafði borgað henni 1000 dollara til þess að losna HEIMILISRITIÐ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.