Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 45

Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 45
Veðurspádómar dýranna OÝFLUGUR sjá rigningu fyrir af meiri nákvæmni en nokkur önn- ur dýr. Það bregst ekki, að ef von er á rigningu fer ekki nokkur bý- fluga úr laup sínum. Og þær sem eru að safna hunangi fljúga heim, hvort sem þær hafa fyllt eða ekki. Ef höfrungar leika sér á yfirborði hafs í nánd við skip, þá er stormur í aðsigi. Ef kóngulær skríða í hópum um veggi, boðar það rigningu. Vatnafiskar synda venju fremur nær yfirborði vatns, þegar von er á rigningu. Flugur eru oft mjög áleitnar á milli skúra eða rétt áður en rign- ing skellur á. Hundar veVða latir og syfjaðir þegar rigning er í aðsigi og eta þá oft gras. Ennfremur er sagt að hund- ar spangóli um nætur og grafi hol- ur á daginn, ef veðrabrigði eru í nánd. Nautgripir spá regni þegar þeir sleikja framlappirnar og sumir segja þegar þeir liggja á hægri hlið. Kettir verða venju fremur syfjaðir fyrir rigningu og sleikja sig þá mjög vandlega. Mýflugur spá góðu og stöðugu veðri, þegar þær sveima í þykkum mekki um sólarlagsbil. Ef þær fljúga mjög hátt að kvöldi, er von á þurrki og hita, en rigningu ef þær fljúga lágt og stinga svo að svíður sáran undan. Maðkar og sniglar koma oft upp á yfirborð jarðar skömmu fyrir rign- ingu. Hrafninn flýgur árla og hefur hátt, * ef dagurinn verður hlýr, en fljúgi hann lágt og láti lítinn, má búazt við rigningu. Þegar hrafninn dvelur við ár og vötn, einkum ef hann baðar sig oft, er mikil úrkoma væntanleg. Svínin spá regni ef þau róta upp gólfsallanum, svo framarlega sem hann er þurr. Þegar þau hlaupa fram og aftur og reka trýnið upp í loftið hrínandi, er það merki þess að þau eigi von á stormi. Ef svanir synda rösklega móti vindi, er það öruggt tákn þess að rigning sé í aðsigi. Þegar fiðrildi fljúga snemma að morgni, verður fagurt veður um dag- inn. Uglur væla mikið á næturþeli, ef veðrabrigði eru í nánd. Endur spá regni ef þær fljúga þannig, að afurhlutinn er ofan í vatninu. Einnig ef þær kafa oft og hafa mikinn hávaða í frammi. HEIMILISRITIÐ 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.