Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 46
Helgidómur
AÐ var sunnudagur. Loftið
angaði af vaxandi vorblómum
mót sól í sunnanblæ.
Eg stóð við opinn gluggann og
andaði djúpt. Kanarífuglinn henn-
ar Klöru systur fór allt í einu að
syngja og söng alla fegurstu söngv-
ana, sem hann kunni. Eg réði mér
ekki fyrir gleði.
Sönn saga
— Ef til vill er þetta fyrirboði,
hugsaði ég áköf. Var þetta vorboð-
inn minn?
Dyrabjallan hringdi skömmu síð-
ar. Eg flaug næstum því til dyra
og opnaði hurðina upp á gátt. Eg
var sannfærð um, að hver svo sem
úti fyrir væri, þá hlyti hann að vera
sendiboði vorsins.
Það var karlmaður, hár og úti-
tekinn, með stórar sólbrenndar
hendur.
— Er það Susan? spurði hann lít-
ið eitt rámraddaður. Susan Rader?
Mér fannst sortna fyrir sólu stund-
arkorn á meðan ég studdi mig þama
við hurðina og starði á hann.
— Já, hvíslaði ég. Og þetta er Joel
hennar Klöru.
Eg gat ekki komið upp fleiri orð-
um. Við stóðum hvort andspænis
öðru. Þetta var í fyrsta sinn sem við
sáumst. En á milli okkar var heimur
sorgar og kvala.
Þó gátum við varla kallast ókunn-
ug. Mér fannst ég þekkja hann bet-
ur en nokkra aðra lifandi veru. Syst-
ir mín hafði talað um hann svo mán-
uðum skipti. Hún hafði lesið bréfin
hans upphátt, bréf, sem voru þrung-
in af ást til hennar, áformum hans
og skýjaborgum um framtíð þeirra.
Karla hafði skapað í huga mér mynd
af honum sem líktist honum mjög.
Dökkjarpt hár, þróttmikið andlit,
útitekið og fjörlegt, breiðar og dökk-
ar augnabrúnir, dimmblá heillandi
augu. Þessi mynd hafði greypst í
hug minn við samræður okkar Körlu
um hann.
Karla hafði fyrst farið að tala um
hann, þegar hún kom frá Florida.
Hún átti tæplega nógu fögur og
44
HEIMILISRITIÐ