Heimilisritið - 01.03.1943, Side 50
koma upp um mig. Vertu nú vænn
Joel, sagði ég og reyndi að hlæja.
Gleymdu þessu. Þú átt bara að
muna eftir því, sem hefur verið
gaman að, þessi kvöld, sem við höf-
um átt saman.
Hann tók fastar utan um mig.
— Susy, við erum bæði einmana.
Viltu koma með mér — svo að okk-
ur veitist lífið léttara.
Eg leit á hann.
— Joel, þú átt við.......
— Viltu giftast mér Susy á morg-
un? Og koma svo með mér og sjá
um heimilið okkar?
Aftur lokaði ég augunum. Kona
Joels. Alltaf að vera hjá honum.
Kona Joels. Eg gat ekki svarað af
hamingju.
Þá eyðilagði Joel þessa stund fyr-
ir mér. Hann hélt áfram:
— Við söknum bæði Körlu. En ef
við erum saman getum við betur
mætt söknuðinum. Þegar Karla
hvarf á braut, skildi hún ekki eftir
mikið rúm handa annarri konu í
hjarta mínu. En alla þá ást, sem ég
get veitt nokkurri núlifandi konu,
get ég veitt þér. Ætlarðu að koma
með mér?
Hvað annað gat ég gert. f gegnum
þann' sársauka, sem orð hans ollu
mér, fann ég enn meiri kvöl er ég
hugsaði til þess að yfirgefa hann.
— Já, Joel, hvíslaði ég.
Hann tók mig í faðm sinn, þrýsti
mér að sér og varir okkar mættust.
Kossinn eyddi öllum efasemdum
mínum. Ást mín til Jqels var eins og
logandi gullstraumur, sem rann um
æðar mínar. Joel hlýtur að hafa haft
svipaðar tilfinningar. Hann kyssti
mig marga, langa ástarkossa og at-
lot hans voru blíð og innileg. Eg ætl-
aði að vinna alla ást Joels, því að
ég gat ekki hugsað mér að deila
henni með nokkrum. Á þessu augna-
bliki mátti dáin systir mín ekki einu
sinni eiga hluta af ást hans — og
hún hafði reyndar ekki ætlað sér
það.
— Joel! hvíslaði ég eftir nokkra
þögn. Joel, ástin mín!
Hann leit í augu mér og ég sá að
hann var dálítið ringlaður.
— Susy! sagði hann hrærður.
Susy, hjartað mitt. Eg hef ekki haft
hugmynd um, hvað þú ert lík henni
Körlu. Það er næstum þvi eins og
að Karla sé komin aftur.
Eg hefði átt að vera glöð og á-
nægð þetta kvöld, en ég var það
ekki. Eg held að maðurinn sé þann-
ig gerður. Hann er ágjam. Fáum
klukkutímum áður hefði ég verið á-
nægð, ef Joel hefði ekki þurft að
fara aftur og ég hefði haft mögu-
leika til þess að fá að vera í nær-
veru hans. Nú vildi ég allt. Eg vildi
ást Joels alla og óskipta. Eg fullyrti
með sjálfri mér, að ég gæti ekki
staðið við hlið Joels til lengdar ef
hann ímyndaði sér Körlu við hina
hlið sína.
Þegar ég kom heim, tók ég upp
bréfið, sem Karla hafði skrifað Joel.
Eg las það tvisvar og mér ógnaði er
ég hugsaði um þann sársauka, sem
48
HEIMILISRITIÐ