Heimilisritið - 01.03.1943, Blaðsíða 53
Hún þreif töskuna sína og skálm
aði út. Mér hlýnaði um hjartaræt-
urnar, er ég hugsaði til þeirrar um-
önnnunar sem hún myndi sýna fá-
tæku fjölskyldunni, án þess að hafa
nokkra von um endurgjald.
Aftur leit ég á klukkuna. Hana
vantaði átta mínútur í tólf. Eg
taldi skúndurnar og hlustaði á tif-
ið í klukkunni, en orð Nóru hljóm-
uðu fyrir eyrum mér hærra en allt
annað. Hvernig sem á því stóð,
komu þau mér aftur og aftur í hug.
— Taktu það sem er tækt. — Hver
og einn álítur sig eiga að ganga fyr-
ir hinum.
Skyndilega var eins og það rynni
upp fyrir mér ljós. Hafði ég ekki
einmitt þótzt eiga forgangsrétt.
Hafði ég máske talið það nokkurs
virði að varðveita hugarró Joels og
hina fögru minningu, sem hann
geymdi um Körlu, systur mína? Eg
hafði verið sjálfselsk og veiklynd,
óttazt að ég yrði óhamingjusöm, ef
ég fengi ekki allt, þegar það eina
sem mig varðaði í raun og veru var,
að reyna að varðveita hamingju Jo-
els.
Eg leit enn á klukkuna. Hana
vantaði fjórar mínútur í tólf. Fjórar
mínútur!
Eg þaut af stað eins og örskot. Það
var tíu mínútna til kortérs gangur
heim frá spítalanum. Eg hljóp með
kápuna flaksandi frá mér og veifaði
í fjölda bíla, en allir voru þeir upp-
teknir. Fólk stanzaði og glápti á eft-
ir mér, en ég skeytti því engu. Eg
varð að ná í hann áður en hann
hyrfi mér. Eg linnti ekki sprettinum
og tautaði lafmóð:
— Góði guð, hálpaðu mér til þess
að koma nógu snemma.
Þegar ég kom að húsinu, var Joel
að ganga inn úr útidyrunum.
— Eg sá svo fallegar fjólur, sagði
hann brosandi, og ég varð að kaupa
þær handa þér, elskan mín. Mér
þykir leiðinlegt að ég skuli koma of
seint á svona stefnumót.
Eg hafði hrifsað bréfið af borðinu
um leið og við komum inn, án þess
að hann tæki eftir því. Svo kastaði
ég mér í faðm hans.
— Joel! Joel! hvíslaði ég með grát-
stafinn í kverkunum. Þú ert allt sem
mér er nokkurs virði. Og þú ætlar
að gefa mér tækifæri til þess að gera
þig hamingjusaman.
Með. koss hans brennandi á
vörum, kastaði ég bréfi Körlu á glóð-
ir arinsins. Eg sá hvernig eldurinn
læsti sig um það og ég starði í log-
ana þangað til ég sá ekkert nema
hvíta ösku.
\ 7IÐ áttum árs giftingarafmæli í
v síðustu viku. Við höfum dvalið
í þessarí yndislegu suðlægu Paradís
og ég hef verið hamingjusamari, en
mig gat nokkurn tíma dreymt um,
af því að ég hef varðveitt spakmæli
Noru:
— Það er ósköp auðvelt, vina mín,
ef þú tekur eins mikið tillit til ná-
ungans, eins og sjálfrar þín.
Eg hef sýnt Joel alla þá nærgætni,
HEIMILISRITIÐ
51