Heimilisritið - 01.03.1943, Qupperneq 64
Úr daglega lífinu.
Þegar Halldór kóm heim var kon-
an hans farin út og hafði lokað úti-
dyrunum. Hann var lykilslaus og
hafði því ekki önnur ráð en bíða eft-
ir konu sinni.
Hann hafði rölt fram og aftur
fyrir framan húsið í klukkustund,
þegar konan hans kom loks.
„Hvað er þetta,“ sagði hún', „ert
þú héma á labbi?“
„Já, ég er búin að ganga hérna
eins og glópur í klukkustund."
„Elsku góði. Lykillinn hangir þama
á dyrastafnum.“
„Það er laglegt,‘“ segir maðurinn
bálreiður. „Þú hleypur út og* skilur
lykilinn eftir þar sem allir geta séð
hann.“
Stigamennska.
Nýlega kom það fyrir í New York,
að skuggalegur náungi stöðvaði ís-
lenzkan sjómann í illræmdu hafn-
arhverfi. Var sjómanninum skipað
að afhenda alla þá peninga sem
hann vseri með, annars yrði hann
skotinn niður.
Sjómaðurinn hlýddi tafarlaust og
sagði um leið: „Eg býst við að þér
þurfið peninganna fremur með en
ég. Sennilega myndi ég fara eins að
og þér, ef ég væri í yðar sporum."
Bófinn fór með peningana og hvarf
út í myrkrið. En eftir litla stund
heyrði sjómaðurinn hratt fótatak á
eftir sér. Var stigamaðurinn þar
kominn.
„Hérna. Þú getur sjálfur átt þína
peninga. Eg vil engin viðskipti hafa
við aðra eins blábjána og þig!“
Kaneldrykkja.
Þrír menn sátu að drykkju í kaup-
túni nokkru. Voru kaneldropar á
borðum. Þegar líður á nóttu sofnar sá
drabbaranna er Daníel var nefndur.
Félagarnir töldu hann af og ortu yf-
ir honum etfirfarandi ljóð:
Lífið er eflaust aumara en hel,
þú drakkst þig kaldan, Daníel
í kanel.
Nú ætlum við sem vildum þér vel
að varðveita skrokk þinn, Daníel
í kanel.
Hjá sankti Pétri ég sjálfsagt tel,
að sál þín hressist, Daníel
í kanel.
Vertu nú sæll og sofðu vel.
Við syrgjum þig allir, Daníel
í kanel.
62
HEIMILISRITIÐ