Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 6

Heimilisritið - 01.07.1946, Qupperneq 6
glös, við helltum í þau og skáluð- um. Síðan séttist hún við píanóið. Það var satt, hún spilaði ágætlega. Og þegar hún hafði dreypt nokkr- um sinnum á glasinu sínu, fór hún að syngja. Fyrst söng hún Ijóðrænt lag, sem Meríkanto fékk að láni úr sígaunasöngvum, síðan Med en vandlilje, eftir Grieg, svo Das wandern og Adio mia bella Napoli og Mattinata og mörg fleiri lög, og ég hef aldrei heyrt meiri lista- mannssársauka í söng, og ég gleymdi mér þangað til ég heyrði skip pípa. Skipið var víst að koma, en hvað kom það mér við? Hvað varðaði mig um sjálfdrepinn farþega? Ég vildi meiri söng. En hún var hætt að syngja, staðin á fætur og gekk eirðarlaus um stof- una, ýrnist út að glugganum eða að píanóinu, stundum fór hún að laga dúkinn á borðinu, þó að hvergi sæist hrukka á honum, og loks fór hún fram. Kunningjastúlka mín settist við píanóið og fór að spila Tarantella sincera og dró ekki af. Hún var sæmilega fingrafim, en það vantaði persónuleika og skap í leikinn. Ég vissi ekki, hvað ég átti af mér að gera, svo að ég ranglaði fram og villtist inn í eld- húsið, og þar var hún þá, stúlk- an, sem leiddist, og ég hef aldrei séð umkomulausari manneskju. Það var eins og andlitið á henni væri dáið, og mér sýndist hún vera að hníga niður, svo að ég tók ut- an um liana, og hún var alveg viljalaus, og ég hálfbar hana inn i næsta herbergi, lét aftur hurðina, hagræddi henni á legubekk, sett- ist hjá henni og reyndi að hafa af henni Ieiðindin. Skömmu seinna var spilað stacc- ato frammi og slegin fölsk nóta. Já, kunningjastúlka mín hafði aldrei verið sérlega músíkölsk, en stúlkan, sem leiddist, var fjarska músikölsk, og seinast gat ég feng- ið hana til að hlæja ofurlítið, og hún hló i moll. Þegar ég fór, varð ég samferða kunningjastúlku minni, og þegar við komum að dyrunum á húsinu, sem hún bjó í, sagði hún: — Mikið var það fallegt af þér að hafa ofan af fyrir vinstúl'ku minni. Henni leið svo hræðilega í kvöld. Ég hélt hún ætlaði að missa vald á sér, þegar skipið pípti, og hún fór fram og þú fórst á aftir henni, og það var fallegt af þér, og ég veit, að þú hefur hugg- að hana og sagt við hana einmitt það, sem við átti á þessari stundu, því að þú getur stundum verið fjarska skilningsgóður. Þetta er svo hræðilegt fyrir hana. — Hvað er hræðilegt fyrir hana? — Ha? Þú vissir, að líkið af honum var með skipinu. — Já, líkið af sjálfsmorðingjan- um. En hvað kemur það henni við? — Nei, nú dámar mér ekki! Ætl- arðu að reyna að telja mér trú HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.