Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 38

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 38
„Já“, svaraði Mildred. „Það •voru mín orð. Ég veit ekki vel, ihvernig ég á að koma þér í skiln- íng um það, því það er erfitt að útskýra það. Þeir sem eru vísinda- menn, eins og Daníel, vinna svo margt fyrir gýg, gera svo margar árangurslausar tilraunir. Jafnvel þegar þeir leggja sig mest fram og 'bezt lætur, getur svo litið út sem þeir séu að eyða tímanum til ó- nýtis“. „Ég skil“. sagði Chesham og var feginn því, að þurfa ekki að gera nánari grein fyrir því, hvað það var sem hann sagðist skilja. Hann deplaði augunum til þess að afmá þá mynd, er hann sá fyrir sér, af rosknum manni niðursokknum í árangurslausar tilraunir og hjá honum eiginkonuna, hvetjandi og uppörfándi. „Já, já, ég skil“, end- urtók hann. „Ég veit að þú skilur það“, sagði Mildred. „Daníe'l vissi það líka. Þess vegna vonaði hann allt- af að þú gætir komið og heimsótt okkur, svo að hann gæti sýnt þér bréfið“. Calder Chesham var með hug- ann við flugvélina, sem hann hafði flogið með frá New York kvöldið áður og sem myndi flytja hann þangað aftur eftir fáeinar klukku- stundir. Hann deplaði augunum aftur og furðaði sig á því, hvers vegna Mildred var að bisa við að opna gamalt og traustlegt skrif- borð, sem stóð úti í horni. „Bréfið?“ sagði hann. „Hvaða bréf?“ „Þetta, auðvitað“. Henni hafði loksins tekizt að opna skrifborðs- skúffuna og tók fram gamalt hand- málað skrín. Upp úr því tók hún umslag og rétti Chesham það. „Það koma fyrir fimm árum, og ég held að Daníel hafi aldrei á ævi sinni orðið eins — ja, eins glaður og þegar hann var búinn að lesa það. Ekkert hefur haft eins mikið að segja fyrir hann og þetta bréf. Jafnvel á dauðastundinni bað hann mig um að lesa það upphátt fyrir sig. Það fróaði honum þá, eins og oft áður. Nú vildi ég að þú læsir það, því ég veit, að því dáistu meira að honum á eftir en nokkru sinni fyrr“. „Þakka þér fyrir. Ég hef ánægju af því. Ég —“ Calder Chesham hafði sett upp gleraugun, náð bréf-. inu úr umslaginu og litið á það. Efst til vinstri á örkinni var prent- að mannsnafn, sem hafði birzt í stórum forsíðufyrirsögnum dag- blaða um allan heim. Hann blístr- aði lágt og starði á þetta nafn. Þessi heimsfrægi og viðurkenndi vísindamaður hafði þá skrifað Daníel bréf. „Hvað sagði ég ekki!“ Mildred brosti. „Daníel hitti hann aldrei persónulega, en þegar þú hefur 36 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.