Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 4
M O
SMÁSAGA EFTIR KARL ÍSFELD
FÓLKIÐ var farið að þyrpast
niður á bryggjuna, þótt ekki væri
von á skipinu fyrri en eftir klukku-
tíma. En það stóð Ií'ka dálítið sér-
staklega á. Skipið var að koma frá
útlöndum, og einn farþeganna var
ekki skráður á farþegalistann held-
ur farmskrána. Þetta var nýút-
skrifaður læknisfræðingur, ættaður
úr næstu sveit, sem hafði orðið
þjóðkunnur fyrir rúmum mánuði
vegna þess, að hann hafði orðið
ósáttur við unnustu sína, sem hann
hafði kynnzt fyrir sunnan, rokið
til úblanda og skotið sig þar. Efni-
legur læknisfræðingur að tarna,
sem ekki gat einu sinni læknað of-
urlítinn kveisusting í sjálfum sér.
Hann hafði sennilega gengið með
of spennta fjöður í sigurverki sál-
arinnar. Slíkir menn þola engar
misjöfnur á veginum, þá slitnar
fjöðrin og þeir grípa til örþrifaráða.
En menn, sem ganga með mátu-
lega slaka fjöður í sigurverki sál-
arinnar þola allt. Skrýtið uppá-
tæki samt að þjóta til útlanda til
að gera það, sem hægt var að gera
heima. En, sem sagt, maðurinn
hafði gert hreint fyrir sínum dyr-
um, það hafði ekki þurft um að
‘binda, og nú var hann að sigla
heim sína síðustu ferð — á lest-
arfarrými.
Ég hafði fylgzt með mannfjöld-
anum niður að höfn og var að
rálfa þar um, einmana í miðri ös-
inni, þegar stúlka, sem ég þekkti
lítilsháttar, gekk í veg fyrir mig
og sagði:
— Vertu nú vænn piltur og
gerðu mér svolítinn greiða. Náðu
í eina flösku og komdu með mér
heim til vinstúlku minnar, sem
leiðist. Hún er gestkomandi í bæn-
um og þekkir engan.
— Það verður að bíða betri
tíma, sagði ég. — Ég hef öðrum
hnöppum að hneppa þessa stund-
ina.
— En mér væri mikil þægð í,
ef þú gerðir þetta, sagði hún. —
Og hver veit, nema ég geti ein-
hvern tíma gert þér greiða í stað-
inn.
— "Það breytir engu, sagði ég.
2
HEJJÆILISRITIÐ