Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 28
og tígrisdýr. Það langar mig að sjá.
Og þá skal ég hlæja.
Þú ert kvenmaður, sagði afi
minn. Ef maður les í bók, sem er
upp á fleiri hundruð smáletursíður,
að konan sé í sannleika dásamleg
vera, þá hefur höfundurinn snúið
augliti sínu frá eiginkonu sinni og
dreymir. Við skulum láta hann
fara.
Það er Ijóst, að þú ert ekki ungur
lengur, sagði amma mín. Þess-
vegna læturðu svona.
Þegiðu, sagði afi minn. Eða ég
skal kenna þér það.
Afi minn litaðist um í stofunni,
þar sem börn hans og barnabörn
höfðu 'safnazt saman,
Ég segi að hann eigi að fara til
Hanford á reiðhjólinu sínu. Hvað
segið þið?
Enginn sagði neitt.
Þá er það útkljáð mál, sagði afi
minn. Hverju af hinum úrkynjuðu
afkvæmum ættar vorrar eigum við
að refsa með því að senda það til
Hanford með Jorga? Ef maður les
í bók, að ferð í annan kaúpstað sé
skemmtilegt nokkuð, þá er höf-
undurinn að líkindum áttræður
eða níræður öldungur, sem ein-
hverntíma í bernsku hefur ekið
hálfa mílu frá heimili sínu. Hverj-
um eigum við að refsa? Vaski?
Eigum við að refsa Vaski? Komdu
hingað, drengur.
Vaskur frændi minn reis upp af
gólfinu og gekk fram fyrir gamla
manninn, sem horfði ygldur niður
til hans, sneri upp á hina voldugu
kampa sína, ræskti sig og lagði
höndina yfir andlit drengsins.
Hönd hans huldi næstum höfuðið
allt.
Ætlar þú að fara með Jorga
frænda þínum til Hanford? sagði
afi minn.
Ég skal fara, ef afi minn vill
það, sagði Vaskur.
Það mátti sjá af andliti gamla
mannsins, að hann var tekinn að
íhuga málið af alvöru.
Gefið mér svolítinn umhugsun-
arfrest, sagði hann. Jorgi er einn
af fáráðlingum ættarinnar. Það ert
þú líka. Er skynsamlegt að láta
tvo fáráðlinga fylgjast að?
Hann sneri máli sínu til hinna.
Látið mig heyra skoðanir ykk-
ar um þetta mál, sagði hann. Er
skynsamlegt að láta fullvaxinn og
hálfvaxinn fáráðling af sömu ætt
fylgjast að? Er það nokkrum til
gagns. Talið þið hátt, svo ég geti
hugsað málið.
Mín skoðun er sú, að það væri
eðlilegt, sagði Zorab frændi minn.
Fáráðlingur og fáráðlingur. Sá
fullorðni til að vinna, drengurinn
til að hirða húsið og búa til mat.
Kanski, sagði afi minn. Látum
oss hugsa málið. Fáráðlingur og
fáráðlingur, annar til að vinna,
hinn til að hirða húsið og búa til
mat. Geturðu búið til mat, dreng-
ur?
26
HEIMILISRITH)