Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 44
hafa rannsakað allt hátt og lágt
— og fundið bréfið? Ef svo væri
myndi Rob sennilega verða
dæmdur fyrir morð — eða jafn-
vel þau bæði — talin samsek..
Það var kaldhæðni örlaganna,
að þetta skyldi vera eina bréf
Robs til hennar og að hann
skyldi hafa skrifað henni það,
af því að hún hafði hafnað ást
hans. Hún hafði haft rangt fyrir
sér; skilnaður, allt annað en
þetta hefði verið margfallt
betra. En nú var það um sein-
an.
Verity hækkaði röddina: „... Ég
fer heim. Þeir geta ekki haldið
mér hér nauðugri. Ég veit ekk-
ert um þetta. Auðvitað er hræði
legt, að þetta skyldi hafa komið
fyrir. En það er búið sem búið
er“.
„Hann var bróðir minn“,
sagði Beatrice.
„Fyrirgefðu, Beatrice. Ég
ætlaði ekki að særa þig. Get ég
nokkuð gert fyrir þig? Símað í
einhvern eða sent skeyti?“
„Nei, þakka þér fyrir. Ég
skal annast það. Auk þess frétta
allir þetta strax. Blöðin verða
full af þessu á morgun“.
Jacob Wait gekk sofandaleg-
ur inn og sagði:
„Það verður yfirheyrsla
klukkan tólf á morgun. Við lát-
um ykkur vita hvar“.
„Yfirheyrsla!“ hrópaði Gally
Trench og var nú skýrmæltur.
„Verðum við öll að mæta?“
Ranpsóknarfulltrúinn ómak-
aði sig ekki til að svara. Hann
bætti við: „Þið megið fara núna,
ef þið viljið. Líklega þurfið þið
ekki að svara fleiri spumingum
í kvöld“.
Hann fór aftur. Verity tók
utan um Marciu og sagði:
„Góða nótt, vinan mín. Vild-
irðu annars að ég yrði hjá þér?“
Beatrice heyrði til henriar og
svaraði fyrir Marciu: „Það er
alveg óþarfi. Ancill er hér. Við
erum ekki vitund hræddar“.
Lögreglumenn voru í anddyr-
inu; ljós var á öllum lömpum;
mannamál heyrðist innan úr
borðstofunni. Þama var blár
mökkur af sígarrettureyk og ó-
kunnugir menn í smáhópum, og
Rob var allt í einu kominn upp
að hliðinni á Marciu.
„Rob — “.
Hann gaf henni merki með
augunum. Hann var fölur og
þreytulegur í þesu bjarta ljósi;
hárlokkar hengu fram á gagn-
augað. Hann þagði, því að allt í
kringum þau var ókunnugt fólk.
En hann hristi höfuðið lítið
eitt.
Hann hafði þá ekki fundið
það.
Hann gat ekki hafa fundið
það. Hún gekk upp stigann og
sá inn um opnar dyrnar á bóka-
42
HEIMILISRITIÐ