Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 44

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 44
hafa rannsakað allt hátt og lágt — og fundið bréfið? Ef svo væri myndi Rob sennilega verða dæmdur fyrir morð — eða jafn- vel þau bæði — talin samsek.. Það var kaldhæðni örlaganna, að þetta skyldi vera eina bréf Robs til hennar og að hann skyldi hafa skrifað henni það, af því að hún hafði hafnað ást hans. Hún hafði haft rangt fyrir sér; skilnaður, allt annað en þetta hefði verið margfallt betra. En nú var það um sein- an. Verity hækkaði röddina: „... Ég fer heim. Þeir geta ekki haldið mér hér nauðugri. Ég veit ekk- ert um þetta. Auðvitað er hræði legt, að þetta skyldi hafa komið fyrir. En það er búið sem búið er“. „Hann var bróðir minn“, sagði Beatrice. „Fyrirgefðu, Beatrice. Ég ætlaði ekki að særa þig. Get ég nokkuð gert fyrir þig? Símað í einhvern eða sent skeyti?“ „Nei, þakka þér fyrir. Ég skal annast það. Auk þess frétta allir þetta strax. Blöðin verða full af þessu á morgun“. Jacob Wait gekk sofandaleg- ur inn og sagði: „Það verður yfirheyrsla klukkan tólf á morgun. Við lát- um ykkur vita hvar“. „Yfirheyrsla!“ hrópaði Gally Trench og var nú skýrmæltur. „Verðum við öll að mæta?“ Ranpsóknarfulltrúinn ómak- aði sig ekki til að svara. Hann bætti við: „Þið megið fara núna, ef þið viljið. Líklega þurfið þið ekki að svara fleiri spumingum í kvöld“. Hann fór aftur. Verity tók utan um Marciu og sagði: „Góða nótt, vinan mín. Vild- irðu annars að ég yrði hjá þér?“ Beatrice heyrði til henriar og svaraði fyrir Marciu: „Það er alveg óþarfi. Ancill er hér. Við erum ekki vitund hræddar“. Lögreglumenn voru í anddyr- inu; ljós var á öllum lömpum; mannamál heyrðist innan úr borðstofunni. Þama var blár mökkur af sígarrettureyk og ó- kunnugir menn í smáhópum, og Rob var allt í einu kominn upp að hliðinni á Marciu. „Rob — “. Hann gaf henni merki með augunum. Hann var fölur og þreytulegur í þesu bjarta ljósi; hárlokkar hengu fram á gagn- augað. Hann þagði, því að allt í kringum þau var ókunnugt fólk. En hann hristi höfuðið lítið eitt. Hann hafði þá ekki fundið það. Hann gat ekki hafa fundið það. Hún gekk upp stigann og sá inn um opnar dyrnar á bóka- 42 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.