Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 17

Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 17
„Skelfingar kjáni ertu eiginlega“, sagði hún við mig oftar en einu sinni. „Þú getur ekki hugsað nema um einn einasta mann — þennan glæsilega lögfræðing þinn og æsku- félaga. Ég játa að hann lítur vel út, en ég held nú samt að það hljóti að vera dálítið tilbreytingar- lítið að kynnast engum öðrum sæt- um. Það getur ekki annað verið, en að þú sért hrædd við hann, því þú þorir varla að dansa þegar við förum á ball saman. Þú ert ung og sæt stúlka. Hvers vegna skemmt- irðu þér ekki eins og ég?“ Og ég skammaðist mín fyrir að játa, að Eiríkur væri í rauninni eini ungi maðurinn, sem ég kærði mig um að umgangast. Júlía giftist um líkt leyti og ég. Maður hennar hét Sören Lerring og var sonur stórauðugs kaup- sýslumanns. Vegir okkar Júlíu skildu, árin liðu og ég glevmdi henni. Svo var það einn napran októ- berdag, að stór, blár bíll kom ak- andi heim að húsi okkar Eiriks í úthverfi borgarinnar. Út úr hon- um stökk faslétt kona í dýrri skinnkápu. Ég stóð við glugga og braut heilann um, hver þetta gæti verið. Andartaki síðar stóð hún á stofugólfinu, og í fvlgd með henni var ungur maður, laglegri og myndarlegri en nokkur annar karl- maður, sem ég hef séð — það fannst mér þá þegar. Og hún rauk upp um hálsinn á mér: „Lísa, þekkirðu mig ekki? Það er Júlía ....“ Hún sagði mér, að hún hefði af tilviljun verið á ferð um þessar slóðir með Weimar — Júlía kynnti okkur. Það hefði rifjast upp fyrir sér, að ég ætti heima hérna og að þau hefðu orðið ásátt um að heilsa upp á mig. „Hérna sérðu gamla vinkonu mína“, sagði Júlía að lokum og sneri sér að Weimar, „sem hefur aldrei nokkurn tíma haft stefnu- mót við annan. en manninn sem hún er gift. Er það ekki hörmung? Er það ekki hreint og beint synd?“ Svo hló Júlía sínum ögrandi hlátri. Hún gat þess, að hún ætti að hitta manninn sinn í næstu borg og að Weimar hefði lofað að fara með hana þangað í bílnum sínum, enda þyrfti hann að fara þangað í verzlunarerindum ... Áður en þau fóru aftur vorum við Júlía litla stund tvær einar inni í svefnherbergi. Hún þurfti að lag- færa andlitssnyrtingu sína, áður en þau héldu lengra. „Hvernig gengur með ykkur Eirík?“ spurði hún. „Ertu alltaf jafnástfangin af honum?“ „Já, það máttu vera viss um“, svaraði ég, kanski með óþarflega mikilli áherzlu. „Ég er alveg hissa á þér“, sagði Júlía og leit á mig með rannsókn- araugum, sem ég kunni hálfilla. HEIMILISRITIÐ 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.