Heimilisritið - 01.07.1946, Page 11

Heimilisritið - 01.07.1946, Page 11
—— CQ—n ■ Hún gat ekki beðið nm fyrirgefningu eða látið leyndarmálið fylgja sér í gröfina DAUDAJATNING A HAWAI STUTT SMÁSAGA EFTIR JOSEPH KESSEL HANA logsveið í hálsinn. Hún bað mann sinn um annað glas af köldu vatni. Allan brá mjög í brún er liann heyrði, hvérsu veiklu- leg hún var í málrómi. Hún ihvíldi örmagna úti við gluggann, sem stóð opinn upp á gátt. Blærinn fyllti herbergið með angan af heitri, frjósamri mold. Með andvaranum barst einnig inn til hennar hin sterka lykt aloe- jurtarinnar, hinn súri keimur frá útgufun bananatrjáanna, og ha'f- seltan frá útsænum. Sólin teygði fyrstu morgungeisl- ana upp í himinhvolfið yfir eynni. Rósrauð slæða lá jrfir öldunum og dey.fði hinn djúpa bláma hafsins, en annað veifið kastaði sólin geisl- um, er líktust gutlnum ljósbrotum, yfir liafflötinn. „Heyrirðu“? hvíslaði hin unga kona. Ómur, líkastur öldufalli, er liníg- ur og rís á víxl, barst utan að af hljóðfæraleik og gleðisöngvum æskuþrunginna radda. „Hawai-gítarar, Edith", sagði Allan. „Valda þeir þér ekki óþæg- indum? Ég skal segja þjóninum, að láta þá færa sig fjær“. „Nei, gerðu það ekki. Ég hef ánægju af að hlusta á þennan söng“. Hún hallaði höfðinu til hliðar á koddanum, þreytt og veikburða. Hún hélt höndunum krosslögðum á brjóstinu, svo þær hvíldust nú vel. Svalur andblærinn, sem fylgdi döguninni, hressti hana eftir hina löngu nótt, er hafði verið henni óslitin, hörmunga- og kvalastund. Hún renndi hálfluktum augum í áttina til hinna dýrlegu pálma- trjáa, yfir blómgað engið. A hrís- ökrunum, voru dökkir menn þegar HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.