Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 53
BERLINARDAGBOK
BLAÐAMANNS
Eftir WILLIAM L. SHIRER
Hælt við innrásina í England
Berlín, . . nóv. 1940 (frmh.)
Við vitum ekki fullkomlega enn,
hvað því olli, að ekki varð úr inn-
rásinni í England. Sumt er þó hægt
að ráða í.
Fyrst er það, að Hibler hikaði,
og koma kann á daginn, að það
hafi verið eins stórkostleg skyssa
og hik yfirherstjórnarinnar þýzku
skammt frá borgarhliðum Parísar
1914, hik, sem olli meiri straum-
hvörfum í styrjöldinni en við get-
um greint að fullu enn, og þó er
auðsjáanlega allt of fljótt að full-
yrða um það enn. Franski herinn
var tvístraður 18. júní, þegar
Pétain bað um vopnahlé. Margir,
sem fylgdu þýzka hernum inn í
Fra'kkland, væntu þess að Hitler
myndi snúast á hæli og ráðast á
Bretland, hamra járnið á meðam
það var heitt, á meðan töfraljómi
sigursældarinnar lék um hann og
hið ægilega hernaðarbákn hans.
Hitler vissi, að Bretar riðuðu til
falls eftir hin hrikalegu högg, sem
þeir hlutu af honum. Þeir höfðu
misst 'bandamenn sína, Frakka.
Þeir voru rétt að heimta örmagna
leifar af leiðangursher sínum til
meginlandsins, sem hafði látið eft-
ir á ströndinni við Dunkirk óbæt-
anlegar vopnabirgðir og annan her-
búnað. Þeir réðu ekki iengur yfir
stórum, æfðum og vel búnum land-
her. Strandvarnir þeirra voru hin-
ar aumustu. Hinn voldugi floti
þeirra gat ekki háð orustu með
miklum skipa'kosti í þrengslunum í
Ermarsundi og Norðursjó, þar sem
sprengjuflugvélar og orustuflugvél-
ar Görings höfðu nú yfirhöndina í
lofti og áttu sér alls staðar bæki-
stöðvar við strendurnar.
Þannig var ástatt, *þegar Hitler
stikaði inn í litla rjóðrið í Compi-
égneskógi 21. júní til þess að segja
Frökkum fyrir um harða vopna-
hléskosti. Það rifjast nú upp fyrir
mér, þó að það vekti ekki athvgli
HEIMILISRITIÐ
51