Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 61
SKOPÞÁTTUR
Var Anna þá svona f
EFTIR FR. BRAMMING
ANNA liggur uppi í dívan og
les, þegar þögnin í stofunni er
skyndilega rofin. Síminn hringir.
Hún getur varla haft stjórn á á-
kafa sínum og eftirvæntingu, þeg-
ar hún teygir sig eftir símanum,
því að ekkert í heiminum er eins
dásamlegt og að tala í síma, þeg-
ar maður liggur útaf ...
— Já, halló.
— Nei, sæl og blessuð, Beta.
— Nei, alls ekki — ég er að
bíða eftir honum Gústa, hann er
ekki kominn ennþá — elsku Beta,
mín, þakka þér kærlega fyrir
boðið.
— Já, ég skil það vel.
— Náttúrlega. — Hvað verða
margir?
— Segirðu satt, voða held ég
verði gaman.
— Ja — a — hefurðu —
— Jæja — finnst þér?
— Bíðum nú við — — hvað
finnst þér um Jónas?
— Ó, það hugsaði ég ekki út í,
elsku. nei, það gengur vitanlega
ekki.
— Já, heyrðu — Georg — ó, ég
elska Georg — það er eitthvað,
þú veizt, svo rómantízkt. —
— Hvað segirðu?
— Kanntu betur við Stefán? Já,
ég vissi það var þinn draumur —
en hvað segir maðurinn þinn?
— Er honum sama? — O-jæja,
þessir belssaðir eiginmenn eru svo
sérvitrir á þessu sviði.
— Nei, þeir eru líka blessaðir
óvitar.
Nei, elsku, það finnst mér ekki
— það er eitthvað svo klökkt við
Pál ...
— Svo er Karl líka til í málinu.
— Já, þú mátt hafa hvaða álit,
sem þú vilt — mér finnst eitthvað
sérstakt og viðfelldið við Karl.
— Elsku bezta — ég get alls ekki
gert upp á milli þeirra — góða Beta
mín, það er agalega vont að velja
á milli þeirra.
— Þú meinar bæði Georg og
Karl?
— En finnst þér það ekki full-
mikið af því góða — jú, elsku,
það getur maður varla leyft sér ...
HEIMILISRITIÐ
59