Heimilisritið - 01.07.1946, Blaðsíða 47
„Nei, Copleysmæðginin fóru
með, og Rob stýrði“.
„Þau hafa þá verið hérna
Iíka?“
„Nek við sendum eftir þeim“.
„Það var átjánda marz“.
„Já“.
„Og“, sagði Jacob Wait brúna-
þungur og röddin bar vott um þrá-
kelkni og ofurlitla blygðunarsemi,
„á þessu kortéri földuð þér hnífinn,
ef svo færi að Godden kæmist lífs
af!“
„Nei, nei alls ekki. Ég hvorki sá
hnífinn né hugsaði um hann upp
frá því“.
Wait sleppti þræðinum við svo
búið, þótt miskunnarlaust væri og
tók að spyrja um Copleysmæðgin-
in.
„Hvenær þennan dag fóruð þér
til Copleyshússins?“.
„Um morguninn“. Nú varð hún
að gæta sín að tala ekki af sér.
„í hvaða erindum?“
„Þau — eru vinir okkar. Ná-
grannar. Ég heimsæki þau oft“.
„Hvað oft?“
„Ég veit ekki“.
„Einu sinni á dag?“
„Nei, auðvitað ekki“.
„Einu sinni í viku?“
„Ég skal ekki segja. Það er svo
mismunandi“.
„Svo þér fóruð að heimsækja
Robert Copley?“
„Bæði hann og móður hans“.
„En Robert Copley er — sér-
stakur vinur yðar?“
„Ekki meiri en móðir hans“,
„Var hann hér oft?“
„Nei“.
„Af hverju ekki?“
„Nú blátt áfram af því, að hann.
— þau — við erum ekki óaðskilj-
anlegir vinir“.
„En þér farið þangað án þess-
að eiga sérstakt erindi?“
„Stundum“.
„Nú síðast í morgun?“
„Já“.
„Þið Robert mæltuð ykkur mót
í kvöld?“
Bréfið. Henni fannst blóðið
hætta að renna í æðum sér.
„Nei“.
„Þér hittuð hann fyrir utan hús-
ið rétt áður en maðurinn yðar var
myrtur. Hvað töluðust þið við?“
„Svo mikið er víst, að við vorum
ekki að búa okkur undir að myrða
manninn minn, ef þér eigið við
það“.
„Það eru yðar orð, en ekki mín,
Um hvað töluðu þið?“
Hún bældi niður gremju og ótta
og tókst að vera skýrmælt: „Lítið
markvert, að mig minnir. Við hitt—
umst bara af tilviljun. Rob spurði
auðvitað um líðan Ivans, því hann
vissi um heimkomu hans af spít-
alanum“.
„Ég skil. Auðvitað fyrst hann
vissi það. Snúum okkur aftur að:
átjánda marz. Minntust þér nokk-
uð á hnífinn við Copleysmæðgin-
HEIMILISRITIÐ
45-