Heimilisritið - 01.07.1946, Page 35

Heimilisritið - 01.07.1946, Page 35
yfir ... 4. Tekinn upp um hálsmál- ið ... 5. Smeygt niður í gegnum lykkjuna og fellingin mynduð und- ir hnútnum með vísifingri ... 6. Togað hægt og þéttingsfast í breiðari endann — og hnúturinn er eins og hann á að vera. Windsorhnúturinn er dálítið um- fangsmeiri en alls ekki erfiður þeg- ar hann hefur verið lærður. 1. Breiðari endinn á í fyrstu að vera á að gizka 30 sm. lengri en liinn. Hann er lagður yfir mjórri endann og dreginn upp um háls- málið eins og sýnt er ... 2. Hon- um er brugðið fram og undir mjórri endann ... 3. Svo upp og ofan í hálsmálið, þanngið að v-myndað- ur hnútur myndist ... 4. Afram, út undan hálsmálinu og yfir að fram- an á venjulegan hátt... 5. Þá aftur upp í hálsmálið ... 6. Loks er end- inn dreginn í gegnum hnútlykkj- una að framan og felling mynduð með vísifingrinum um leið og hnút- urinn er hertur. Þetta er hinn nýji Windsor- hnútur, sem þykir fara mjög vel og nú tíðkast mest. Hún átti von á betra FORSTJOIUNN í stóru fyrirtæki hérna í bænum er ungur og laglegur pipar- sveinn. Skrifstofustúlkur hans eru alltaf bálskotnar í honum. Fyrir nokkru fékk hann nýja stúlku, unga og fríða. Kvöld eitt var hún að vinna í eftirvinnu á skrifstofunni, þegar hann kom ferðbúinn út úr einkaskrifstofu sinni. Hann gekk að borði hennar og sagði: „Eruð þér nokkuð uppteknar í kvöld, fröken?“ „Nei, nei, alls ekki“. Hún roðnaði og leit með tilbeiðsluaugum á hann. „I'að er gott. Þá ættuð þér að fara snemma að sofa og reyna, rétt til til- breytingar, að mæta nógu snemma til vinnunnar í fyrramálið". t HEIMILISRITIÐ 33

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.